Monday, December 23, 2019

jamm

þá er ég komin í jólafrí, gott að fá smá hvíld og hlaða batteríin:-)

Notalegt að hlusta aðeins á jólakveðjurnar í útvarpinu í undirbúningum, var aðeins að þrífa áðan og í gærkvöldi bakaði ég smávegis:-)

Annars erum við búin að öllu, komin heljarinnar pakkahrúga undir tréð, keyptum í matinn í gær og bara smotterí eftir:-)

Strákarnir komu í heimsókn og gistingu 13. des:-)
 Ég, Jói, Katrín, mamma og strákarnir  fórum út að borða 15. des á Aski til að halda upp á afmæli mömmu:-)

Miðvikudaginn 18. des fór ég með Mosfellskórnum að syngja á elliheimilinu hér í Mosó, það gekk vel og áhorfendur voru ánægðir með þetta framtak:-)

Fimmtudagskvöldið 19. des hitti ég vinkonur mínar, Heiði, Gyðu og Kristínu, höfum ekki hist lengi og það var gaman að hitta þær, fengum okkur smákökur og heitt súkkulaði og áttum fína samverustund:-)

Var að vinna 20. des, fórum á jólaball og helgileik í skólanum:-)

Á laugardaginn fór ég í smá búðarferð að kaupa síðustu jólagjafirnar og sitthvað fleira og er nú bara í afslöppun í jólafríinu:-)

Já, svona er nú lífið í sveitinni..
Óska ykur öllum gleðilegra jóla og eigið góðar stundir:-)