Tuesday, January 15, 2013

afmælisdagur

Gyða vinkona mín á 40 ára afmæli í dag,  Heiða búddisti á afmæli í dag og ég á 8 ára skrínlagningarafmæli í dag:-)
og svo á Bjarki bróðir minn afmæli á morgun;-)

Ég hef verið dugleg að hreyfa mig síðustu daga. Skrapp í ræktina sunnudaginn 6. jan, fór svo í sniglaskokk eftir vinnu á þriðjudaginn, notaði góða veðrið á laugardaginn og fór út að ganga/skokka og fór svo í ræktina á sunnudaginn og tók vel á því, fór á "fjallgöngutæki", lyfti lóðum, tók upphífingar fyrir magann og gerði æfingar og teygjur fyrir fæturna, upphandleggsvöðvana, bakið, axlirnar og magann:-)
jamm, nú er ég komin af stað í leikfiminni og mataræðinu og þá er bara að halda áfram;-)

Annars bara rólegt hér í sveitinni,  það eitthvað um veikindi hjá fólkinu í kringum mig, en það lagast nú vonandi fljótt...

Næsta helgi orðin bókuð, á laugardaginn ætlum við stelpurnar að hittast, fara á bæjarrölt og kaupa afmælisgjöf fyrir Gyðu okkar og á sunnudaginn er kaffiboð hjá Gyðu;-)

læt þetta nægja í bili, eigið yndisleg viku og verið góð við ykkur sjálf og aðra...

vil enda á leiðsögn frá Ikeda um heilsuna.
  
30. desember

Það er sérstaklega mikilvægt að hugsa vel um heilsuna. Einkum er það mikilvægt þeim sem eru farnir að eldast að fá næga hvíld til að forðast að verða þrekaðir.  Svefninn er besta meðalið.  Ég vona einnig að þú nýtir visku þína til að vinna að og finna margar leiðir til að bæta og viðhalda góðri heilsu þinni.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, January 06, 2013

Þá

eru jólin búin.
Við héldum aftur upp á jólin  í gær að þessu sinni í Hæðargarðinum, "aðfangadagur nr. 2" með fleiri fjölskyldumeðlimum:-)
Þar voru samankomin; Jói, Lára, Gunnar Aðalsteinn, mamma, Gunni, Jón, Sif og ég, alveg eins og á aðfangadag í fyrra:-)
Það var nú dálítið skrýtið að klæða sig upp og mæta með fullan poka af jólagjöfum, kjöt, sósu og öl í  jólaboð á  venjulegum laugardegi, en það var skemmtileg og þetta var flott veisla, nóg að borða: hamborgahryggur, fylltur lambahryggur, brúnaðar kartöflur, meðlæti, öl, kaffi, konfekt og kaka:-)
Við áttum góða og notalega samverustund og Gunnar var aðeins spenntari fyrir pökkunum þetta árið:-)
Við skiptumst á gjöfum, ég fékk náttbuxur, krem og tvær fílastyttur;-)
Svo sáum við ljósmyndir frá Kanarí, gaman að því;-)
Kærar þakkir fyrir góða kvöldstund;-)
myndir frá kvöldinu má finna á myndasíðunni..

Í dag fór ég í leikfimi, tók vel á því og ætla að reyna að vera dugleg að hreyfa mig á næstunni og halda áfram að borða heilsusamlegt fæði, taka aftur út sykur og hveiti, baka heilsubrauð og kökur, blanda mér ávaxtadrykk/boost  öðru hverju með möndlumjólk og nýpressuðum ávöxtum og svo er ég með uppskrift að mjög góðum fiskibollum sem innihalda maísmjöl í staðinn fyrir hveiti sem ég stefni á að búa mér til bráðum;-)

 Vona að þið eigið góða viku framundan..
Stubbaknús..
Sandra