afmælisdagur
Gyða vinkona mín á 40 ára afmæli í dag, Heiða búddisti á afmæli í dag og ég á 8 ára skrínlagningarafmæli í dag:-)
og svo á Bjarki bróðir minn afmæli á morgun;-)
Ég hef verið dugleg að hreyfa mig síðustu daga. Skrapp í ræktina sunnudaginn 6. jan, fór svo í sniglaskokk eftir vinnu á þriðjudaginn, notaði góða veðrið á laugardaginn og fór út að ganga/skokka og fór svo í ræktina á sunnudaginn og tók vel á því, fór á "fjallgöngutæki", lyfti lóðum, tók upphífingar fyrir magann og gerði æfingar og teygjur fyrir fæturna, upphandleggsvöðvana, bakið, axlirnar og magann:-)
jamm, nú er ég komin af stað í leikfiminni og mataræðinu og þá er bara að halda áfram;-)
Annars bara rólegt hér í sveitinni, það eitthvað um veikindi hjá fólkinu í kringum mig, en það lagast nú vonandi fljótt...
Næsta helgi orðin bókuð, á laugardaginn ætlum við stelpurnar að hittast, fara á bæjarrölt og kaupa afmælisgjöf fyrir Gyðu okkar og á sunnudaginn er kaffiboð hjá Gyðu;-)
læt þetta nægja í bili, eigið yndisleg viku og verið góð við ykkur sjálf og aðra...
vil enda á leiðsögn frá Ikeda um heilsuna.
30. desember
Það er sérstaklega mikilvægt að hugsa vel um heilsuna. Einkum er það mikilvægt þeim sem eru farnir að eldast að fá næga hvíld til að forðast að verða þrekaðir. Svefninn er besta meðalið. Ég vona einnig að þú nýtir visku þína til að vinna að og finna margar leiðir til að bæta og viðhalda góðri heilsu þinni.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home