Þá
eru jólin búin.
Við héldum aftur upp á jólin í gær að þessu sinni í Hæðargarðinum, "aðfangadagur nr. 2" með fleiri fjölskyldumeðlimum:-)
Þar voru samankomin; Jói, Lára, Gunnar Aðalsteinn, mamma, Gunni, Jón, Sif og ég, alveg eins og á aðfangadag í fyrra:-)
Það var nú dálítið skrýtið að klæða sig upp og mæta með fullan poka af jólagjöfum, kjöt, sósu og öl í jólaboð á venjulegum laugardegi, en það var skemmtileg og þetta var flott veisla, nóg að borða: hamborgahryggur, fylltur lambahryggur, brúnaðar kartöflur, meðlæti, öl, kaffi, konfekt og kaka:-)
Við áttum góða og notalega samverustund og Gunnar var aðeins spenntari fyrir pökkunum þetta árið:-)
Við skiptumst á gjöfum, ég fékk náttbuxur, krem og tvær fílastyttur;-)
Svo sáum við ljósmyndir frá Kanarí, gaman að því;-)
Kærar þakkir fyrir góða kvöldstund;-)
myndir frá kvöldinu má finna á myndasíðunni..
Í dag fór ég í leikfimi, tók vel á því og ætla að reyna að vera dugleg að hreyfa mig á næstunni og halda áfram að borða heilsusamlegt fæði, taka aftur út sykur og hveiti, baka heilsubrauð og kökur, blanda mér ávaxtadrykk/boost öðru hverju með möndlumjólk og nýpressuðum ávöxtum og svo er ég með uppskrift að mjög góðum fiskibollum sem innihalda maísmjöl í staðinn fyrir hveiti sem ég stefni á að búa mér til bráðum;-)
Vona að þið eigið góða viku framundan..
Stubbaknús..
Sandra
<< Home