góðir
erfiðir, skemmtilegir, undarlegir og fjölbreyttir dagar að baki.
Gamalt karma lét aðeins á sér kræla um daginn og það var smá barátta og pirringur á meðan á því stóð, en svo leysist það fljótt og vel að lokum:-)
Fór á góðan umræðufund um daginn og hef kyrjað aðeins hér heima á milli búddistafunda:-)
Á fimmtudagskvöldið komu Jói, Lára og Gunnar í óvænta heimsókn. Það lá mjög á þeim, allir í góðu stuði, glaðir og kátir og þau sögðu okkur góðar fréttir í sambandi við vinnu, nám og leikskóla, t.d. er Gunnar Aðalsteinn loksins kominn með pláss á leikskóla í hverfinu:-)
Já þetta var skemmtilegt kvöld:-)
Í gærkvöldi hitti ég svo vinkonur mínar þær Guðrúnu og Heiði. Við áttum frábært kvöld, mikið hlegið, fíflast og spjallað, fórum saman í sjoppuna og keyptum okkur nammi, fórum svo og náðum okkur í mat sem við tókum með heim, horfðum á vídjó með öðru auganu á milli þess sem við hlógum, úðuðum í okkur gotterý og grínuðumst:-)
Þetta var frábært, skemmtilegt og fjörugt kvöld sem stóð fram yfir miðnætti:-)
Framundan er m.a. fundur, klipping, saumaklúbbur og jafnvel bíóferð:-)
kveð í bili...
Risaknús og kossar...
Sandra í stuði:-)
Vil enda á leiðsögn um þolinmæði:
17.janúar
Vinsamlegast munið að þolinmæði er í sjálfu sér mikil áskorun og hún er oft lykillinn að því að brjótast í gegnum það sem lítur út fyrir að vera ómögulegt að komast í gegnum.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda