Monday, July 25, 2011

já,

það er yndislegt að vera í sumarfríi:-)

vaknaði snemma í morgun, fór til tannsa, kom heim, eldaði mér hafragraut, lagði mig svo aftur og vaknaði ekki fyrr en kl 14:00:-)

Ég er búin að bæta við nokkuð mikið af myndum á myndasafnið, gömlum og nýjum frá ýmsum tímum og viðburðum, s.s. útskriftir hjá Jóa, Védísi og Þorsteini, sumarbústaðamyndir, myndir frá kertafleytingu og fleira:-)
endilega tékkið á þessu..

Fór í frábæra sumarbústaðaferð með Gyðu, Heiði og Guðrúnu um helgina. Við lögðum af stað um kaffileytið á laugardeginum, komum við í Krónunni á Selfossi og villtumst svo aðeins á leiðinni í bústaðinn því við fórum aðra leið en vanalega vegna vegaframkvæmda:-)

Vorum komnar í bústaðinn milli 17:00-18:00, fengum okkur snakk og nammi, söngvatn, kaffi, djús og vatn, kjöftuðum, hlógum og fífluðumst mikið:-)
Um tíuleytið var tekið til við pizzugerð, djókuðum meira á meðan og svo var borðað og fengið sér meiri vökva..
Eftir matinn var partýspil tekið fram, fundið út hvað átti að gera og svo var spilað fram á nótt með látbragði, leikrænni tjáningu, svipbrigðum, dómgæslu, miklum hlátri, gáfulegum útskýringum, svörum og keppnisskapi:-)

Þegar búið var að renna í heita pottinn var klukkan að verða 2, spilið var búið og við klæddum okkur í sundföt, fórum í notalega pottinn og sátum þar í tæplega 2 tíma:-)

Að lokum fórum við í krúsing í rúminu hennar Guðrúnar, hlógum, spjölluðum og höfðum það notalegt:-)
Ég fór úr þrísominu um kl 6 en þær kjöftuðu í klukkutíma í viðbót;-)
ég vaknaði um 1 leytið og þá voru þær allar komnar fram, við fengum okkur kaffi og morgunmat, svo var bústaðurinn og potturinn þrifinn og við fórum í bæinn um kaffileytið:-)
Kærar þakkir dömur fyrir frábæra, skemmtilega og góða helgi:-)


Ég varð 35 ára um daginn og hélt tvisvar sinnum upp á það:-)
fyrst hélt ég litla og notalega veislu hér heima á afmælisdaginn fyrir nánustu fjölskyldu og þakka ég aftur kærlega fyrir mig:-)

Sandra 35 ára, 14.júlí 2011:-)

Svo hélt ég partý á Kaffi Zimsen fyrir vini, kunninga og ættingja laugardaginn 16.júlí:-)
Ég mætti rétt fyrir kl 20:00 og þá var Heiða vinkona mín nýkomin:-)
við fengum okkur bjór, settum nammi og snakk í skálar og gerðum allt klárt..
svo fóru gestirnir að týnast inn og við kjöftuðum, hlógum og fengum okkur meira að drekka..
Ég var með happdrætti svona að gamni og vildi svo skemmtilega til að allir sem voru á staðinn fengu vinning:-)
svo komu fleiri gestir og við vorum um 20 manns í allt:-)

Þegar leið að miðnætti fórum við að dansa og fíflast á dansgólfinu, við höfðum salinn fyrir okkur og það var frír bjór í boði Söndru, við hlógum og spjölluðum og lékum okkur, sumir tóku meira að segja súludans og stóladans einhverntíma um kvöldið:-)

Þetta var stórskemmtilegt kvöld og allir ánægðir og glaðir með partýið, allavega skemmti ég mér stórvel:-)
Ég vil þakka aftur kærlega fyrir mig, fyrir gjafirnar, umhyggjuna, stuðið, kortin, knúsin, kossana, faðmlögin og samveruna:-)
Ég fékk bók, ilmvatn, gjafabréf, 2 hálsmen, skál, blóm, peninga og kort með fallegum texta:-)

Um 1 leytið eftir miðnætti var partýið búið, flestir farnir heim en við vorum nokkur sem fórum á skemmtistaði, dönsuðum, hlógum og dilluðum okkur í tæpa tvo tíma og fórum svo heim um 4 leytið.
Reyndar fórum við í sitthvora áttina þannig að ég og Heiður enduðum tvær eftir á dansgólfinu, en það var bara gaman og mikið fjör:-)
Ég var orðin dálítið drukkin og farin að labba undarlega strax eftir partýið, en það var bara fyndið..
en það var ekki eins gaman daginn eftir, var eitthvað þunn og mygluð, en það er fylgir bara svona kvöldi;-)


Ég hef líka gert fleira í sumarfríinu, t.d. farið í útréttingar, á kaffihús, kyrjað, farið á fundi, farið út að skokka og í gönguferðir, hangið í tölvunni og passað yndislega litla frænda minn í nokkra daga:-)
Við horfum mikið á Stubbana, fórum á róló og í gönguferðir, veltum okkur í grasinu, hlógum, lékum okkur, áttum kennslustundir við eldhúsborðið, hann er mjög duglegur að mata sig sjálfur með skeið og áttum góðar og notalegar stundir:-)

Gunnar Aðalsteinn litla krútt í kerrunni í gönguferð með gömlu frænku:-)


Jæja, þetta er komin gott í bili, enda orðin löng færsla:-)
Óska ykkur góðra daga og vona að þið eigið góðar og notalegar stundir með fólkinu ykkar, því það er svo mikilvægt að eiga góða að, eiga samskipti og samveru og styrkja tengslin við ættingja og vini, eins og ég hef reynt að gera í sumar..
Hef líka kynnst nýju fólki, séð nýjar og aðrar hliðar á fólki, sýnt aðrar hliðar á mér og prófað nýja hluti;-)
Sendi Stubbaknús, umhyggju, kossa, hjálpsemi og jákvæða orku út í heiminn, ekki veitir af á þessum tímum..
Óska ykkur öllum ást, friðar og hamingju:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra í sumarfríi..

Saturday, July 16, 2011

svaf

út í dag, er núna að hanga aðeins í tölvunni, ætla svo að kyrja, kannski fara svo í sund eða út að hlaupa:-)
á eftir að útrétta aðeins fyrir partýið í kvöld, kaupa snakk og fleira, svo kemur Gunnar litli frændi kannski smástund í pössun seinnipartinn meðan pabbinn og afinn fara að lyfta:-)

Svo er bara að undirbúa sig fyrir djammið, mála sig, naglalakka, klæða og setja glingur í eyru, um hálsinn og úlniðinn:-)

Góður dagur í gær.
Svaf út, fór út að skokka, fór í bankann og svo fór ég í Kringluna og eyddi mikið af peningunum sem ég fékk í afmælisgjöf:-)
Keypti mér sokkabuxur, leggins, kjól, hálsmen, geisladiska, krem og sturtusápu:-)
það var sko útsala í Kringlunni:-)

Eftir búðarferð fór ég til Jóa og Láru.
Þar voru samankomin Jói, Gunni, mamma og Gunnar Aðalsteinn:-)
Lára var að vinna á langri vakt í gær..
Við mamma vorum að passa litla á meðan feðgarnir voru úti í garði að fúaverja timbrið sem verður notað í garðskúrinn:-)

Svo fór ég heim um kvöldmatarleytið, þvoði þvott, hékk aðeins meira í tölvunni og horfði á TV..

Jamm, það er gott að vera í sumarfríi:-)

Sólarkveðjur, risaknús og fingurkossar:-)

Sandra sæla..

Friday, July 15, 2011

Ættarmótið

ferðalag, frelsi, bátur, sigling yfir Breiðafjörð, samvera, gleði, hlátur, brenna, glens, söngur, gítar, dansiball í hlöðu fram á nótt, grill, kuldi, hiti, sumar, sjór, berfætt í sandinum, 3 sæti í sandkastalakeppni, sviti, fegurð, náttúra, grátur, umhyggja, sundferð, stuðningur, sól, hjálpsemi, pylsur, ættarmótsnefnd, nafnspjöld, lítið um svefn, dagskrá, leikir, gönguferð, kaffi, hindranir, galsi, eldhúspartý, áfengi, matur, sumarbíll, keyrsla, tjald, 190 manns, málningarvinna, samtöl, sögur, minningar, faðmlög, kossar á kinn, myndir,stuð, sveitastemming, gaman saman, vel heppnað ættarmót:-)

Varð 35 ára í gær, fór að passa Gunnar litla í gærmorgun, fór með hann í gönguferð í kerrunni og hann sofnaði á leiðinni, skilaði honum heim. Fór svo heim, tók til, keypti afmælisköku, osta og nammi og hélt svo lítið kaffifjölskylduboð í gærkvöldi:-)
Hjartans þakkir fyrir mig, fyrir gjafirnar, skilaboðin, símtölin, samveruna og fallegu kveðjunar:-)

Myndirnar frá ættarmótinu og afmælinu eru komnar á myndasíðuna hér til hliðar:-)

Fór út að hlaupa í dag, ætla svo að útrétta aðeins og kíkja svo til Gunnars, Jóa og Láru á eftir:-)

Hef verið að dunda ýmislegt í fríinu, passað Gunnar, farið í "kerrupúl" sem tekur á, farið í leikfimi, horft á vídjó, þvegið þvotta, farið í búðarferð og hangið í tölvunni:-)

Svo verður 2 í afmæli á laugardagskvöldið þegar ég verð með partý í sal niðri í bæ fyrir vini og ættingja:-)
Hlakka mikið til:-)

Læt þetta duga í bili, það er allt gott að frétta af fólkinu mínu, vona að þið hafið það gott í sólskininu og eigið góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum eða ykkur sjálfum:-)

Munið að það er alltaf von og ljós í myrkrinu:-)
Munið líka að aðgát skal höfð í nærveru sálar og að bros, hugrekki, hlýja og hjálpsemi kostar ekkert en getur bjargað deginum hjá einhverjum sem þið vitið jafnvel ekki af:-)

Knús, kossar og jákvæð orka til ykkar:-)
Ást og friður..
Sandra sumar og sólarbarn...

vil enda á leiðsögn frá Ikeda..

15.júlí

Hver er fjársjóður æskunnar? Það er barátta; það er erfiði. Ef þú átt ekki í baráttu, þá geturðu ekki orðið sannarlega sterkur. Þeir sem heyja baráttu í æsku sinni munu ekki hafa neitt að óttast þegar að því kemur að slá síðustu nóturnar í lífi sínu. Þeir munu öðlast stórfenglegt lífsástand sem stendur sterkt og óhagganlegt. Í búddismanum, köllum við þetta lífsástand búddatign eða uppljómun, ástand sem ekkert getur grafið undan eða eyðilagt. Það er það hugarástand sem hinir ósigrandi njóta.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, July 07, 2011

jamm

allt í rólegheitum hér í sveitinni:-)

ég er komin í sumarfrí og er að fara á ættarmót á Barðaströnd á morgun:-)
Fer með Baldri báðar leiðir, fer á morgun og kem heim á sunnudaginn:-)
Gott og gaman að komast aðeins út úr bænum, keyra um, hitta fólk og njóta þess að vera í náttúrunni, í tjaldi og allt:-)
vona bara að það verði gott veður..
Fyrir 4 árum þegar við héldum ættarmót síðast var 15- 20 stiga hiti, sól og sumar alla helgina;-)
en ég held að það verði ekki svo gott núna, en það verður þó þurrt, vindalítið og um 10 stiga hiti...
eða svo segir veðurspáin..

Annars er nóg framundan, 35 ára afmælið mitt, sumarbústaðaferð, kyrjanir, gönguferðir, afmæli hjá vinkonu minni, útréttingar, sólbað, Esjuganga, undirbúningur fyrir 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni, brúðkaup hjá frænku minni, passa litla frænda og svo margt annað sem mér dettur í hug að gera:-)

Það er allt gott að frétta af fólkinu í kringum mig og allt er í góðu sem er bara dásamlegt:-)

jamm, annars hefur allt gengið sinn vanagang, vinna, búddistafundir, leikfimi, heimsóknir, bíóferðir, vidjókvöld, tölvuhangs og leti:-)

er að undirbúa mig núna undir ferðalagið, fara niður í geymslu og finna tjaldið, svefnpokann og fleira útilegudót, þarf að fara í búð og kaupa eithvað ætilegt til að taka með mér, pakka, finna farmiðann i bátinn og fleira...

læt þetta nægja í bili, vona að þið eigið góða daga og líði vel á sál og líkama:-)
risaknús og jákvæð orka:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó..
Sumarkveðja
sandra