Saturday, July 16, 2011

svaf

út í dag, er núna að hanga aðeins í tölvunni, ætla svo að kyrja, kannski fara svo í sund eða út að hlaupa:-)
á eftir að útrétta aðeins fyrir partýið í kvöld, kaupa snakk og fleira, svo kemur Gunnar litli frændi kannski smástund í pössun seinnipartinn meðan pabbinn og afinn fara að lyfta:-)

Svo er bara að undirbúa sig fyrir djammið, mála sig, naglalakka, klæða og setja glingur í eyru, um hálsinn og úlniðinn:-)

Góður dagur í gær.
Svaf út, fór út að skokka, fór í bankann og svo fór ég í Kringluna og eyddi mikið af peningunum sem ég fékk í afmælisgjöf:-)
Keypti mér sokkabuxur, leggins, kjól, hálsmen, geisladiska, krem og sturtusápu:-)
það var sko útsala í Kringlunni:-)

Eftir búðarferð fór ég til Jóa og Láru.
Þar voru samankomin Jói, Gunni, mamma og Gunnar Aðalsteinn:-)
Lára var að vinna á langri vakt í gær..
Við mamma vorum að passa litla á meðan feðgarnir voru úti í garði að fúaverja timbrið sem verður notað í garðskúrinn:-)

Svo fór ég heim um kvöldmatarleytið, þvoði þvott, hékk aðeins meira í tölvunni og horfði á TV..

Jamm, það er gott að vera í sumarfríi:-)

Sólarkveðjur, risaknús og fingurkossar:-)

Sandra sæla..