Friday, July 15, 2011

Ættarmótið

ferðalag, frelsi, bátur, sigling yfir Breiðafjörð, samvera, gleði, hlátur, brenna, glens, söngur, gítar, dansiball í hlöðu fram á nótt, grill, kuldi, hiti, sumar, sjór, berfætt í sandinum, 3 sæti í sandkastalakeppni, sviti, fegurð, náttúra, grátur, umhyggja, sundferð, stuðningur, sól, hjálpsemi, pylsur, ættarmótsnefnd, nafnspjöld, lítið um svefn, dagskrá, leikir, gönguferð, kaffi, hindranir, galsi, eldhúspartý, áfengi, matur, sumarbíll, keyrsla, tjald, 190 manns, málningarvinna, samtöl, sögur, minningar, faðmlög, kossar á kinn, myndir,stuð, sveitastemming, gaman saman, vel heppnað ættarmót:-)

Varð 35 ára í gær, fór að passa Gunnar litla í gærmorgun, fór með hann í gönguferð í kerrunni og hann sofnaði á leiðinni, skilaði honum heim. Fór svo heim, tók til, keypti afmælisköku, osta og nammi og hélt svo lítið kaffifjölskylduboð í gærkvöldi:-)
Hjartans þakkir fyrir mig, fyrir gjafirnar, skilaboðin, símtölin, samveruna og fallegu kveðjunar:-)

Myndirnar frá ættarmótinu og afmælinu eru komnar á myndasíðuna hér til hliðar:-)

Fór út að hlaupa í dag, ætla svo að útrétta aðeins og kíkja svo til Gunnars, Jóa og Láru á eftir:-)

Hef verið að dunda ýmislegt í fríinu, passað Gunnar, farið í "kerrupúl" sem tekur á, farið í leikfimi, horft á vídjó, þvegið þvotta, farið í búðarferð og hangið í tölvunni:-)

Svo verður 2 í afmæli á laugardagskvöldið þegar ég verð með partý í sal niðri í bæ fyrir vini og ættingja:-)
Hlakka mikið til:-)

Læt þetta duga í bili, það er allt gott að frétta af fólkinu mínu, vona að þið hafið það gott í sólskininu og eigið góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum eða ykkur sjálfum:-)

Munið að það er alltaf von og ljós í myrkrinu:-)
Munið líka að aðgát skal höfð í nærveru sálar og að bros, hugrekki, hlýja og hjálpsemi kostar ekkert en getur bjargað deginum hjá einhverjum sem þið vitið jafnvel ekki af:-)

Knús, kossar og jákvæð orka til ykkar:-)
Ást og friður..
Sandra sumar og sólarbarn...

vil enda á leiðsögn frá Ikeda..

15.júlí

Hver er fjársjóður æskunnar? Það er barátta; það er erfiði. Ef þú átt ekki í baráttu, þá geturðu ekki orðið sannarlega sterkur. Þeir sem heyja baráttu í æsku sinni munu ekki hafa neitt að óttast þegar að því kemur að slá síðustu nóturnar í lífi sínu. Þeir munu öðlast stórfenglegt lífsástand sem stendur sterkt og óhagganlegt. Í búddismanum, köllum við þetta lífsástand búddatign eða uppljómun, ástand sem ekkert getur grafið undan eða eyðilagt. Það er það hugarástand sem hinir ósigrandi njóta.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda