Friday, April 22, 2011

Góðan

daginn, gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn:-)

Já það er gott að vera komin í smá páskafrí og nú þegar hef ég gert helling á fyrsta frídeginum:-)

Á miðvikudagskvöldið kom Gunnar Aðalsteinn hingað í smá heimsókn/pössun, á meðan foreldrarnir voru að vinna eða í leikfimi:-)
Gunnar er farinn að hlaupa um allt og tala svolítið:-)
Skemmtilegur, duglegur og flottur strákur hann frændi minn:-)

Í gær vaknaði ég um 10 leytið, tók hálftíma kyrjun, hékk í tölvunni, fór í sturtu og klæddi mig. Í hádeginu skutlaði ég Láru heim eftir vaktina, fór inn með henni og stoppaði þónokkra stund, fékk kaffisopa, spjall við Jóa og Láru og knús frá Gunnari:-)
Þaðan lá leiðin til mömmu í meiri kaffidrykku og spjall:-)
Á leiðinni heim kom ég svo við í Bónus þar sem ég keypti smá snarl og freistandi karamellukurl páskaegg frá Nóa-Síríus;-)

Að búðarferð og heimsóknum loknum fór ég heim, lagði mig og horfði á fréttir. Um kvöldið fór ég til Heiðar vinkonu, við fengum okkur að borða, kjöftuðum saman og fórum svo á kvikmyndina um Rauðhettu:-)
Það er töff og spennandi mynd með flottum tæknibrellum og umhverfi og ég mæli með þessari mynd...

Núna er ég bara að þvo þvotta, hanga í tölvunni, hlusta á útvarpið og slaka á:-)

Hef ekki planað næstu daga, enda er ég í fríi og nenni ekki að gera mikið;-)
en ég ætla samt að reyna að hreyfa mig aðeins, fara í sund eða út að hlaupa ef veður leyfir, kyrja, taka til, slappa af, lesa og horfa á nýju Harry Potter myndina sem ég keypti mér um daginn, missti nefnilega af henni í bíó:-)

Ég óska ykkur góðra og gleðilegra páska og vona að þið hafið það sem best á líkama og sál, getið slakað á, hvílt ykkur, borðað góðan mat, gert eitthvað skemmtilegt og átt notalegar samverustundir með fjöldskyldu og vinum:-)
og passið ykkur á páskaeggjunum;-)


Kanínuknús og kossar...
Sandra súkkulaðifíkill:-)

Saturday, April 16, 2011

Fann

þetta þegar ég var að taka til í tölvunni:-)


Gullmolar

Þú hittir ótrúlega margar persónur á lífsleið þinni,
en það eru bara sannir vinir sem skilja eftir spor í þínu hjarta.


Til að geta stjórnað sjálfum þér, notaðu hugvitið;
Til að stjórna öðrum, notaðu hjartað.


Gáfaðar persónur tala um hugmyndir.
Minna gáfaðar persónur tala um hvað gerðist.
Illa innrættar persónur tala illa um aðra.


Sá sem tapar peningum missir mikið.
Sá sem missir vin tapar miklu meira.
En sá sem missir trúna á lífið sjálf, missir allt.


Við erum vinir þú og ég,
ef þú tekur vin þinn með erum við þrjú.
Við getum stofnað lítinn vinahóp.
Það er jú ekkert upphaf og enginn endir.


Njótum lífsins og verum góð hvort við annað
því lífið er svo stutt þrátt fyrir allt
og þess vegna ætti ekki að vera tími til að tala illa um aðra.


Öll dýrin í skóginum vilja vera vinir
og við mannverurnar í okkar frumskógi freistinga lífsins
viljum líka vera vinir og góð hvort við annað.


Dagurinn í gær er liðinn.
Morgundagurinn er óvænt ánægja.
Dagurinn í dag er gjöf.

Sunday, April 03, 2011

helgin

er búin að vera fjölbreytt, skemmtileg og einkennst af félagslífi, kyrjun, samveru, gleði, vináttu og samskiptum:-)

Föstudagskvöldið fór í sjónvarpsgláp(American Idol) og smá tölvuhangs...

Á laugardagsmorgun var ég í valkyrjuábyrgð á kyrjun og fræðslufyrirlestri.
Að því loknu fórum við Heiða vinkona í miðbæjarrölt, búðarferð og kaffihúsahangs í sólskininu:-)

Eftir labb, spjall, kaffi og kökuát skutlaði ég Heiðu áleiðis heim og fór í heimsókn og kaffispjall til mömmu:-)

Síðan fór ég heim, lagði mig aðeins og fór svo til Heiðar vinkonu í Kínamat, vídjógláp, nammiát og spjall:-)

Í dag var ég svo á kyrjun og spjallfundi hjá hverfinu mínu:-)

Kvöldinu verður svo eytt í tölvuhangs og kannski smá sjónvarpsgláp ef ég nenni:-)

jamm svona eyddi ég nú helginni minni;-)

Vil senda öllum afmælisbörnum og fermingarbörnum helgarinnar hamingjuóskir:-)
einkum vil ég senda kveðjur til Kötlu systur, Óla og Ebba;-)

sendi góða og jákvæða orku út í heiminn, vona að þið eigið góða viku og að ykkur líði vel á líkama og sál:-)

Big hugs:-)
sandra

Leiðsögnin frá Ikeka á sínum stað:

31.mars

Staða og ytra útlit skipta ekki máli. Það sem skiptir máli er að framfylgja okkar persónulegu skyldum, skuldbindingum okkar, án tillits til þess hvað aðrir kunna að segja. Það er líf sannra sigra, líf óviðjafnanlegs göfuglyndis og fullnægju.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda