Sunday, April 03, 2011

helgin

er búin að vera fjölbreytt, skemmtileg og einkennst af félagslífi, kyrjun, samveru, gleði, vináttu og samskiptum:-)

Föstudagskvöldið fór í sjónvarpsgláp(American Idol) og smá tölvuhangs...

Á laugardagsmorgun var ég í valkyrjuábyrgð á kyrjun og fræðslufyrirlestri.
Að því loknu fórum við Heiða vinkona í miðbæjarrölt, búðarferð og kaffihúsahangs í sólskininu:-)

Eftir labb, spjall, kaffi og kökuát skutlaði ég Heiðu áleiðis heim og fór í heimsókn og kaffispjall til mömmu:-)

Síðan fór ég heim, lagði mig aðeins og fór svo til Heiðar vinkonu í Kínamat, vídjógláp, nammiát og spjall:-)

Í dag var ég svo á kyrjun og spjallfundi hjá hverfinu mínu:-)

Kvöldinu verður svo eytt í tölvuhangs og kannski smá sjónvarpsgláp ef ég nenni:-)

jamm svona eyddi ég nú helginni minni;-)

Vil senda öllum afmælisbörnum og fermingarbörnum helgarinnar hamingjuóskir:-)
einkum vil ég senda kveðjur til Kötlu systur, Óla og Ebba;-)

sendi góða og jákvæða orku út í heiminn, vona að þið eigið góða viku og að ykkur líði vel á líkama og sál:-)

Big hugs:-)
sandra

Leiðsögnin frá Ikeka á sínum stað:

31.mars

Staða og ytra útlit skipta ekki máli. Það sem skiptir máli er að framfylgja okkar persónulegu skyldum, skuldbindingum okkar, án tillits til þess hvað aðrir kunna að segja. Það er líf sannra sigra, líf óviðjafnanlegs göfuglyndis og fullnægju.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda