Friday, April 22, 2011

Góðan

daginn, gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn:-)

Já það er gott að vera komin í smá páskafrí og nú þegar hef ég gert helling á fyrsta frídeginum:-)

Á miðvikudagskvöldið kom Gunnar Aðalsteinn hingað í smá heimsókn/pössun, á meðan foreldrarnir voru að vinna eða í leikfimi:-)
Gunnar er farinn að hlaupa um allt og tala svolítið:-)
Skemmtilegur, duglegur og flottur strákur hann frændi minn:-)

Í gær vaknaði ég um 10 leytið, tók hálftíma kyrjun, hékk í tölvunni, fór í sturtu og klæddi mig. Í hádeginu skutlaði ég Láru heim eftir vaktina, fór inn með henni og stoppaði þónokkra stund, fékk kaffisopa, spjall við Jóa og Láru og knús frá Gunnari:-)
Þaðan lá leiðin til mömmu í meiri kaffidrykku og spjall:-)
Á leiðinni heim kom ég svo við í Bónus þar sem ég keypti smá snarl og freistandi karamellukurl páskaegg frá Nóa-Síríus;-)

Að búðarferð og heimsóknum loknum fór ég heim, lagði mig og horfði á fréttir. Um kvöldið fór ég til Heiðar vinkonu, við fengum okkur að borða, kjöftuðum saman og fórum svo á kvikmyndina um Rauðhettu:-)
Það er töff og spennandi mynd með flottum tæknibrellum og umhverfi og ég mæli með þessari mynd...

Núna er ég bara að þvo þvotta, hanga í tölvunni, hlusta á útvarpið og slaka á:-)

Hef ekki planað næstu daga, enda er ég í fríi og nenni ekki að gera mikið;-)
en ég ætla samt að reyna að hreyfa mig aðeins, fara í sund eða út að hlaupa ef veður leyfir, kyrja, taka til, slappa af, lesa og horfa á nýju Harry Potter myndina sem ég keypti mér um daginn, missti nefnilega af henni í bíó:-)

Ég óska ykkur góðra og gleðilegra páska og vona að þið hafið það sem best á líkama og sál, getið slakað á, hvílt ykkur, borðað góðan mat, gert eitthvað skemmtilegt og átt notalegar samverustundir með fjöldskyldu og vinum:-)
og passið ykkur á páskaeggjunum;-)


Kanínuknús og kossar...
Sandra súkkulaðifíkill:-)