Tuesday, February 15, 2011

Englar

Fékk þennan fallega texta sendan og vildi deila honum hér:-)

Engill fegurðarinnar blessi þig og beini til þín straumum blessunarinnar.

Vökuengillinn veki hjarta þitt til að ljúka upp fyrir öllu því góða sem umhverfis þig er.

Engill lækningarinnar ummyndi sár þín í svalandi lindir þér og öðrum til heilla.

Engill innsæisins geri þér fært að standa á þröskuldi óvissunnar og koma auga á möguleika og tækifæri til góðs.

Engill samúðarinnar opni augu þín fyrir þeim ósýnilegu þjáningum sem aðrir bera.

Engill ævintýranna trufli einhæfni og rjúfi fjötra vanans, leiði þig á óvæntar slóðir þar sem allt sem ónáðar þig fellur í ljúfa löð.

Engill ástarinnar ljúki upp fyrir þér fegurð tilfinninga þinna og fagni arfleifð þinni sem musteri heilags anda.

Engill réttlætisins trufli þig og knýi til að taka málstað hinna snauðu og kúguðu.

Engill uppörvunarinnar staðfesti í þér sjálfsvirðingu þína og heila sjálfsmynd svo þú megir lifa með þeirri reisn sem sál þín býr yfir.

Engill dauðans vitji þín þá fyrst þegar líf þitt er fullnað og þú hefur borið hverja góða gjöf að fótskör eilífðar.

Allir góðir englar verndi þig og gleðji.

Sunday, February 13, 2011

vináttan

Ég fékk þennan fallega texta sendan í tölvupósti og vildi deila honum með ykkur:-)

Góður vinur mun koma og borga þig út úr skuldafangelsinu!

En sannur vinur mun sitja við hlið þína og segja;
Við klúðrum þessu þokkalega-
en VIÐ skemmtum okkur vel!

Ég hef uppgötvað að lífið
er eins og rúlla af klósettpappír:
Því meira sem nálgumst endirinn,
því hraðara líður það!!

Ég hef uppgötvað að við ættum að vera þakklát fyrir
að Guð gefur okkur ekki allt sem við biðjum hann um!!

Ég hef lært að ég get ekki keypt þokka og visku
fyrir alla heimsins peninga!!

Þannig að:
hvað eru peningar eiginlega
samanborið við minn yndislega og vitra vin?

Ég hef lært það
að undir hörðu skelinni hjá einhverjum,
er einn sem gjarnan vill
upplifa sig virtan og elskaðan.!

Ég hef lært það að hunsa staðreyndir
breytir ekki staðreyndum!!

Mér líkar við þig því þú ert sannur vinur!

Ég er þakklát fyrir að vera vinur þinn:-)

Thursday, February 10, 2011

jamm

þá er ég aftur byrjuð að stunda reglulega líkamsrækt og hreyfingu eftir smá letikast;-)
enda þýðir ekkert annað en að standa sig þegar maður er liðsstjóri í vinnustaðaleik Lífshlaupsins:-)

Á morgun er eitt ár síðan Gunnar Aðalsteinn kom í heiminn og ætlum við fjölskyldan að því tilefni að fara út að borða:-)
á laugardaginn verður svo veisla og pakkastuð heima hjá Jóa, Láru og Gunnari;-)

jamm svona er nú lífið;-)

en annars hefur allt gengið sinn vanagang, ég er búin að vera á búddistafundum og kyrjunum, hangið í tölvunni og farið í bíó og fleira...

læt þetta nægja í bili, óska ykkur góðrar helgar og bið ykkur um að fara varlega í þessu leiðinlega veðri...

vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

31.janúar

Æskan ætti ekki að leita auðveldra þægilegra leiða. Enginn þroskast í vernduðu umhverfi. Æskan ætti þess í stað að leita uppi áskoranir og erfiðleika og breyta þeim í verðmæta eiginleika þar sem þau leggja sig öll fram við að verða einstaklingar með frábæra persónuleika og hæfileika.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda