Thursday, February 10, 2011

jamm

þá er ég aftur byrjuð að stunda reglulega líkamsrækt og hreyfingu eftir smá letikast;-)
enda þýðir ekkert annað en að standa sig þegar maður er liðsstjóri í vinnustaðaleik Lífshlaupsins:-)

Á morgun er eitt ár síðan Gunnar Aðalsteinn kom í heiminn og ætlum við fjölskyldan að því tilefni að fara út að borða:-)
á laugardaginn verður svo veisla og pakkastuð heima hjá Jóa, Láru og Gunnari;-)

jamm svona er nú lífið;-)

en annars hefur allt gengið sinn vanagang, ég er búin að vera á búddistafundum og kyrjunum, hangið í tölvunni og farið í bíó og fleira...

læt þetta nægja í bili, óska ykkur góðrar helgar og bið ykkur um að fara varlega í þessu leiðinlega veðri...

vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

31.janúar

Æskan ætti ekki að leita auðveldra þægilegra leiða. Enginn þroskast í vernduðu umhverfi. Æskan ætti þess í stað að leita uppi áskoranir og erfiðleika og breyta þeim í verðmæta eiginleika þar sem þau leggja sig öll fram við að verða einstaklingar með frábæra persónuleika og hæfileika.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda