Friday, November 27, 2009

smá

fræðsla um ávinninga og bænir í búddismanum sem ég ástunda:-)

Ávinningar sem við öðlumst með því að kyrja Nam-mjóhó-renge-kjó fyrir framan Gohonzon. Árangur af iðkun okkar er sá að smátt og smátt getum við:

1. Orðið hreinlynd og hæf til að meðtaka alla þekkingu.

2. Dýpkað trú okkar á Gohonzon með því að birta góðar orsakir sem við höfum gert í fortíðinni - það þýðir að við yfirstígum allar efasemdir um að Búddhaeðlið sé innra með okkur, með því að sjá augljósa ávinninga.

3. Sýnt hæfileikann og þrána til að lina þjáningar annarra og veita þeim grundvallar hamingju.

4. Öðlast rósemi hugans og ánægju.

5. Orðið umlukin góðu fólki; vinum, fjölskyldu og fólki í þjóðfélaginu almennt.

6. Viðhaldið stöðugt fersku og leitandi hugarfari.

7. Stjórnað niðurrifstilhneigingum okkar og reiði og öðlast stillingu.

8. Frætt aðra um Búddhismann frá Búddhaeðli okkar.

9. Orðið ónæm fyrir áhrifum lægri, tímabundinna kenninga.

10. Ætíð leitað fyrst til Gohonzon, fremur en að reiða okkur á aðrar leiðir.

11. Aldrei afvegaleiðast af völdum grunnhyggni og neikvæðra áhrifa í umhverfi okkar.

Við kyrjum fyrir framan Gohonzon fyrir svo mörgu í lífi okkar og annarra. Fyrir hamingju, gæfu, hlutum, friði, og sv.frv. Stundum þá kyrjum við mikið fyrir einhverju en sjáum enga ávinninga, eða sigur sem getur leitt til þess að við efumst, og jafnvel hættum að kyrja eða trúa á Gohonzon.Við sjáum oft líka ávinninga eftir ákveðin tíma. En stundum fáum við sigur mjög fljótlega, jafnvel eftir stutta kyrjun.

Ávinningar af kyrjun birtast oft í annarri mynd og á annan veg og tímabili en kyrjað var fyrir, eða óskað var eftir, en koma þó oftast þegar maður þarf mest á þeim að halda, eða þegar rétti tíminn er kominn.
Óljósir ávinningar eru langtum stórkostlegri en augljósir ávinningar. Nichiren Daishonin útskýrir þess vegna hvernig bænum okkar til Gohonzon er svarað á fjóra mismunandi vegu:

1. Augljósar bænir koma fram sem augljósir ávinningar merkir að sterkar bænir okkar með ákveðinni þrá eru fljótt uppfylltar.

2. Augljósar bænir koma fram sem óljósir ávinningar merkir að sterkar bænir okkar með ákveðinni þrá eru uppfylltar eftir langan tíma og við skiljum, eftir á að hyggja, hvers vegna þær voru ekki uppfylltar fyrr.

3. Óljósar bænir koma fram sem augljósir ávinningar merkir að stöðug og sterk iðkun okkar styrkir okkur með því að láta í té augljósa hjálp þegar á þarf að halda. Þetta er einnig þekkt sem "vernd".

4. Óljósar bænir koma fram sem óljósir ávinningar merkir að stöðug og sterk iðkun okkar í langan tíma leiðir til þess að hvert svið lífs okkar fyllist gleði og þakklæti.

Föstudagskvöld

hef verið á fullu undanfarið og ekki er törnin búin enn..
Við erum að klára lokaverkefnið í námskeiðinu og gengur það vel, höfum verið nær öll kvöld og helgar undanfarið og eigum c.a. 10 daga eftir í ritgerðaskil:-)

Annars er lítið að frétta, dagarnir eru langir og fjölbreyttir, kem heim úr leikskólanum til að fara í sturtu og skipta um föt og fer svo fljótlega aftur út til að læra;-)

Hef fengið góðar fréttir af vinum og ættingum og samgleðst þeim mjög:-)
Alltaf gott og gaman að heyra af góðum ávinningum og flottum sigrum í lífi fólks:-)

Læt þetta duga í bili..
Vona að þið eigið góða helgi og að ykkur líði vel:-)
kv. Sandra ofvirka;-)

Leiðsögnin frá Ikeda:
12.nóvember

Ég vona að sama hvað gerist, munið þið halda áfram með von í hjarta. Sérstaklega vona ég að því meiri örvænting sem er í kringumstæðum ykkar, því kröftuglegar haldið þið áfram með óbilandi von. Vinsamlega haldið áfram að ögra kringumstæðum með björtum og jákvæðum anda, og á sama tíma að hugsa vel um og tryggja heilsu ykkar.

I hope that no matter what happens, you will always advance with hope. Especially I hope that the more desperate your circumstances, the more you will press on with unflagging hope. Please keep challenging things with a bright and positive spirit, always taking care at the same time to safeguard your health.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, November 18, 2009

Leiðsögn dagsins

18.nóvember

Kosen-rufu er markmið Soka Gakkai – uppfylling hamingju alls mannkyns og alheimsfriður með því að dreifa lífsspeki og hugmyndum búddisma Nichiren Daishonin. Við munum halda áfram að leggja okkur fram til að ná þessu marki, óhrædd við gagnrýni, baknag eða illgjarnar tilraunir til að hindra framrás okkar. Það er vegna þess að við erum að framfylgja vilja og fordæmi hins upprunalega Búdda, Nichiren Daishonin. Ég lýsi yfir að allir sem leggja fram krafta sína í þágu kosen-rufu eru einlægir fylgismenn Nichiren og einlægir meðlimir SGI.

Stofndagur Soka Gakkai
1930; Soka Gakkai stofnað
1944; Tsunesaburo Makiguchi, fyrsti forseti Soka Gakkai, deyr í fangelsi.

The Soka Gakkai's goal is kosen-rufu-realizing human happiness and world peace by widely spreading the philosophy and ideals of Nichiren Daishonin's Buddhism. We will continue to strive earnestly for this goal, undaunted by criticism, slander or malicious attempts to hinder our progress. That is because what we are doing is the will and decree of the original Buddha, Nichiren Daishonin. I proclaim that all who energetically exert themselves for the cause of kosen-rufu are genuine disciples of the Daishonin and genuine members of the SGI.

Events:
Soka Gakkai Founding Day
1930: Soka Gakkai is established.
1944: Tsunesaburo Makiguchi, the Soka Gakkai's first president, dies in prison.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, November 17, 2009

Allt

rólegt hér í sveitinni:-)

Erum búnar að skila af okkur verkefni nr.2 og halda hálftíma fyrirlestur um fræðimanninn John Dewey, sem gekk bara ágætlega:-)
Nú er bara að skella sér í að klára ritgerðina sem er 3. og síðasta verkefnið í þessu námskeiði, höfum frest til 6. des, svo ég verð meira og minna upptekin í verkefnavinnu kvöld og helgar næstu vikur;-)

Það gengur vel í vinnunni, mér líkar vel og er komin vel inn í rútínuna og leikskólalífið;-)

Svo er eitt og annað sem ég hef tekið mér fyrir hendur, s.s. ýmiskonar búddistafundir, bíóferðir, heimsóknir, búðarferðir(já er byrjuð að týna saman í jólapakkana) og margt fleira:-)

Læt þetta nægja í bili, er að fara að lúlla:-)
Strumpaknús..
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

16.nóvember

Þegar við tölum um að sýna raunverulega sönnun, þá þýðir það ekki að þurfum að reyna að setja upp einhverja sýningu til að sýnast vera eitthvað annað en við erum, að við vitum meira eða höfum náð meiri árangri en við höfum náð. Það er von mín að á þann hátt sem hentar best þínum aðstæðum, munir þú sanna gildi þessa búddisma með því að bæta þig jafnt og þétt í daglegu lífi þínu og fága persónuleika þinn, jafnt innan fjölskyldu þinnar sem á vinnustað og í samfélaginu.


When we speak of showing actual proof, it doesn't mean we have to try to put on a show of being in any way more knowledgeable or accomplished than we are. It is my hope that, in the manner that best suits your situation, you will prove the validity of this Buddhism by steadily improving in your daily life and in polishing your character, as well as in your family, place of work and community.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda