Friday, November 27, 2009

Föstudagskvöld

hef verið á fullu undanfarið og ekki er törnin búin enn..
Við erum að klára lokaverkefnið í námskeiðinu og gengur það vel, höfum verið nær öll kvöld og helgar undanfarið og eigum c.a. 10 daga eftir í ritgerðaskil:-)

Annars er lítið að frétta, dagarnir eru langir og fjölbreyttir, kem heim úr leikskólanum til að fara í sturtu og skipta um föt og fer svo fljótlega aftur út til að læra;-)

Hef fengið góðar fréttir af vinum og ættingum og samgleðst þeim mjög:-)
Alltaf gott og gaman að heyra af góðum ávinningum og flottum sigrum í lífi fólks:-)

Læt þetta duga í bili..
Vona að þið eigið góða helgi og að ykkur líði vel:-)
kv. Sandra ofvirka;-)

Leiðsögnin frá Ikeda:
12.nóvember

Ég vona að sama hvað gerist, munið þið halda áfram með von í hjarta. Sérstaklega vona ég að því meiri örvænting sem er í kringumstæðum ykkar, því kröftuglegar haldið þið áfram með óbilandi von. Vinsamlega haldið áfram að ögra kringumstæðum með björtum og jákvæðum anda, og á sama tíma að hugsa vel um og tryggja heilsu ykkar.

I hope that no matter what happens, you will always advance with hope. Especially I hope that the more desperate your circumstances, the more you will press on with unflagging hope. Please keep challenging things with a bright and positive spirit, always taking care at the same time to safeguard your health.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda