Tuesday, September 25, 2007

Hæ, hæ

hef frekar lítið að skrifa um þessa dagana.
Það er svo margt undarlegt í gangi hjá mér og öðrum í kringum mig sem ég hvorki vil né get tjáð mig um hér:-0

En fékk ágætis fréttir í dag, t.d fékk ég fyrstu einkunnina mína í mastersnáminu og er ég frekar sátt við hana;-)

Á morgun er náttfata og kósýtími hjá krökkunum, því þau hafa verið svo dugleg í skólanum;-)

Svo styttist óðum í námskeiðið okkar og hlakka ég mikið til:-)

Leiðsögn gærdagsins frá Ikeda í þýðingu Láru sætu:

24.september

“Hvers konar orsakir er ég að gera nákvæmlega núna?” Hvað er ég að framkvæma?” Svörin við þessum spurningum eru það sem mun ákvarða framtíð okkar – í þessu lífi og gegnum hinar þrjár tilvistir. Hér liggur undirstaða trúar. Sönn vegsemd og sigur í lífinu felst í því að byggja okkur sjálf upp á þessum lífsreglum.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

1993; Rannsóknarmiðstöðin í Boston fyrir 21. öldina stofnuð af Ikeda, forseta SGI



Verið góð hvert við annað og njótið dagsbirtunnar á meðan hún varir;-)
Adios
Sandra

Thursday, September 20, 2007

Jamm

ekki mikið að frétta.
Dagarnir snúast einkum um að vinna, borða, sofa, kyrja, og læra, og á það líka við um helgarnar..

Starfsdagur á morgun og foreldra/nemendaviðtöl á mánudag.
Umræðufundur á fimmtudag.
Námskeið þarnæstu helgi;-)

Margt undarlegt í gangi, jákvætt og neikvætt, nýtt og gamalt.
Komnar nýjar myndir og textabrot á samnefndum síðum..

Skelli hér mynd af sólarlaginu sem ég tók áðan:


og enda svo að venju á leiðsögn frá Ikeda:

20.september

Þegar fyrirætlanir þínar breytast þá mun allt annað byrja að stefna í þá átt sem þú þráir. Á þeirri stundu sem þú ákveður að vera sigurvegari, mun hver taug og fruma í líkama þínum taka stefnuna í átt að velgengni þinni. Á hinn bóginn ef þú hugsar “þetta á aldrei eftir að ganga upp,” þá munu á þeirri stundu allar frumur líkama þíns gefast upp og taka stefnuna niður á við.


Knús á línuna;-)
Sandra

Saturday, September 15, 2007

Laugardagur

og allt í rólegheitum. Var að vinna aðeins í tölvunni, m.a. að skrifa fréttabréf til foreldra.
Ýmislegt á döfinni í dag, t.d. kíkja á kyrjun, fara í heimsókn til mömmu og vídjókvöld með vinkonu minni..

Náði að klára verkefnin í aðferðafræði síðustu helgi, frekar góð tilfinning þegar ég var búin;-)
Var svona stemming eins og þegar ég var í skólanum fyrir nokkrum árum, legið í bókum, setið við tölvuna, kveikt á útvarpinu, slökkt á TV, kaffi og gotterí, hugmynd að lausn í gegnum símann;-)

Tók mynd af morgunsólinni um daginn:



Kveð í bili, ætla að halda áfram með prógrammið;-)
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
11.september

Ekkert jafnast á við styrk þeirra sem hafa slípast og brotist í gegnum áskoranir og sigrast á erfiðleikum. Slíkt fólk óttast ekkert. Tilgangur búddískrar iðkunnar okkar er að byggja upp slíkan styrk og hugrekki. Að rækta upp svo ósigrandi kjarna er í sjálfu sér sigur. Það er líka besti ávinningurinn. Þeim sem tekst vel til í þessari viðleitni munu njóta óviðjafnanlegrar hamingju; þeir munu birta æðsta ástand Búddatignar.

Saturday, September 08, 2007

ER

að reyna að vinna mig í gegnum skilaverkefni í mastersnáminu sem þarf að skila í næstu viku..
Gengur hægt en bítandi og þetta kemur allt saman, er bara orðin pínu ryðguð og komin úr æfingu;-)

Mikið um að vera í síðustu viku á mörgum sviðum, og kórinn ekki byrjaður enn..

Annars bara allt rólegt, var í valkyrjuhlutverki í morgun og mikið var það gott að vera í 3 tíma kyrjun í dag, þurfti á því að halda;-)

Það bætist smám saman á planið fyrir haustið, t.d. er haustnámskeiðið okkar í SGI í lok september, er farin að hlakka til ;-)
og stefnt er að Danmerkurferð til Jóa og Láru í byrjun nóvember í vetrarfríinu;-)

Setti inn nýtt textabrot á tilraunaljóðasíðuna fyrr í dag..

Vil óska öllum til hamingju með daginn sem er merkilegur vegna þess að í dag eru 50 ár síðan Toda (annar forseti SGI) kom með yfirlýsingu gegn notkun kjarnorkuvopna og því markar þessi dagur upphaf þess að SGI urðu friðarsamtök, og eitt af aðalmarkmiðum okkar er að stuðla að alheimsfriði (Kosen-Rufu):-)

Hér er svo leiðsögn dagsins frá Ikeda:
8.september

Án mótstöðu verður enginn vöxtur. Það er erfitt að mótmæla þeim rökum. Það ástand þar sem við erum laus við vandamál og hömlur er ekki hamingja. Hamingja nær út fyrir alla mótstöðu og hindranir og að halda áfram að vaxa.

1957: Josei Toda forseti mótmælir opinberlega notkun kjarnorkuvopna.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Bless í bili..
Sandra

Saturday, September 01, 2007

Ég

elska lífið;-)
Ég er í háu lífsástandi þessa dagana og hamingjusöm og það er svo góð tilfinning, finnst eins og ég sé sterkur klettur í hafinu og það er sama hvernig ástandið er í kringum mig, ég stend það af mér og haggast ekki;-)


Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég hef, góða vinnu, yndislega fjölskyldu og vini, þak yfir höfuðið og góðan bíl sem hef reynst mér vel, og svo margt fleira, en fyrst og fremst hef ég nam-mjó-hó-renge-kjó, og öllu sem tengist búddisma Nichiren Daishonin og það er það besta og það er aldrei hægt að taka það frá mér og ég ætla sko aldrei að hætta að kyrja:-)

Margt spennandi að gerast í skólanum og náminu og bráðum byrjar kórinn og svo eru reglulegir fundir og sameiginlegt í búddismanum og alltaf nóg um að vera;-)

Ég gæti haldið lengi áfram en ætla að stoppa núna, því hún Kristín er að koma í heimsókn og við ætlum að kíkja á verkefni í aðferðarfræði sem við þurfum að skila fljótlega..

Vil enda á frábærri leiðsögn frá Ikeda um framfarir:
24.ágúst

Framfarir-
Andi þess sem Nichiren Daishonin kennir er “að taka ekki framförum er afturför.” Aðalatriðið er að halda áfram að ryðja sér leið þrátt fyrir þá storma eða erfiðleika sem kunna að mæta manni, að vera óttalaus og sækja fram eins og ljón.


SGI-USA dagur karladeildar
1947: Daisaku Ikeda gengur til liðs við Soka Gakkai, þá 19 ára


Adios
Sandra