Tuesday, September 25, 2007

Hæ, hæ

hef frekar lítið að skrifa um þessa dagana.
Það er svo margt undarlegt í gangi hjá mér og öðrum í kringum mig sem ég hvorki vil né get tjáð mig um hér:-0

En fékk ágætis fréttir í dag, t.d fékk ég fyrstu einkunnina mína í mastersnáminu og er ég frekar sátt við hana;-)

Á morgun er náttfata og kósýtími hjá krökkunum, því þau hafa verið svo dugleg í skólanum;-)

Svo styttist óðum í námskeiðið okkar og hlakka ég mikið til:-)

Leiðsögn gærdagsins frá Ikeda í þýðingu Láru sætu:

24.september

“Hvers konar orsakir er ég að gera nákvæmlega núna?” Hvað er ég að framkvæma?” Svörin við þessum spurningum eru það sem mun ákvarða framtíð okkar – í þessu lífi og gegnum hinar þrjár tilvistir. Hér liggur undirstaða trúar. Sönn vegsemd og sigur í lífinu felst í því að byggja okkur sjálf upp á þessum lífsreglum.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

1993; Rannsóknarmiðstöðin í Boston fyrir 21. öldina stofnuð af Ikeda, forseta SGI



Verið góð hvert við annað og njótið dagsbirtunnar á meðan hún varir;-)
Adios
Sandra