Thursday, September 20, 2007

Jamm

ekki mikið að frétta.
Dagarnir snúast einkum um að vinna, borða, sofa, kyrja, og læra, og á það líka við um helgarnar..

Starfsdagur á morgun og foreldra/nemendaviðtöl á mánudag.
Umræðufundur á fimmtudag.
Námskeið þarnæstu helgi;-)

Margt undarlegt í gangi, jákvætt og neikvætt, nýtt og gamalt.
Komnar nýjar myndir og textabrot á samnefndum síðum..

Skelli hér mynd af sólarlaginu sem ég tók áðan:


og enda svo að venju á leiðsögn frá Ikeda:

20.september

Þegar fyrirætlanir þínar breytast þá mun allt annað byrja að stefna í þá átt sem þú þráir. Á þeirri stundu sem þú ákveður að vera sigurvegari, mun hver taug og fruma í líkama þínum taka stefnuna í átt að velgengni þinni. Á hinn bóginn ef þú hugsar “þetta á aldrei eftir að ganga upp,” þá munu á þeirri stundu allar frumur líkama þíns gefast upp og taka stefnuna niður á við.


Knús á línuna;-)
Sandra