Monday, February 26, 2007

Bíóferð

Ef þið viljið fara á mjög flotta, töff, hraða og skemmtilega mynd þá mæli ég hiklaust með Ghost Rider:-)

Það var fullt hús af fólki hér heima síðastliðinn laugardag frá miðdegi og fram á nótt í tilefni þess að Jói minn var að útskrifast með glans sem bakkalár í hugbúnaðarverkfræði:-)

Þetta gekk allt saman að óskum, útskriftin, kaffisamsætið, og partýið og var mjög skemmtilegt og flott:-)

Fékk svo loksins að sjá litla prinsinn þeirra Bryndísar og Elíasar í gær:-)

Gullkorn dagsins eru valin sérstaklega með hliðsjón af helginni:-)
Þetta er tekið úr bókinni"1000 ástæður hamingju og gleði"

Fyrra gullkornið hljóðar svo:
Getur nokkuð verið æðislegra en að heyra vini sína hlæja hjartanlega af því að maður hefur sagt eitthvað drepfyndið.

og það seinna:
Bara að eyða lífi sínu í félagi við fjölskyldu sína og vini er næg ástæða til að gleðjast.

Hafið það sem best í vikunni.
Sandra

Wednesday, February 21, 2007

Öskudagur

já það var sko mikið stuð hjá okkur í skólanum í dag:-)

Sunday, February 18, 2007

Bolla bolla

þótt að bolludagurinn sé ekki fyrr en á morgun þá tókum við smá forskot á sæluna í dag:-)
En fyrst fór ég þó í leikfimi og kom svo við í Hagkaup og keypti vatnsdeigsbollur og krúttlegar krakkabollur með brosandi andliti;-)
Hjálpuðum mömmu að flytja í nýju flottu íbúðina og er það verk alveg að klárast:-)

Fór á kynningu í Kennó í gær og náði í bæklinga um framhaldsnámið,
já þið lásuð rétt!
Við Gyða stefnum á að fara í mastersnám í haust;-)

Hvað fleira.. jú horfði á Júróvison í gær, flott að senda Eika Hauks út til Finnlands.. áfram Eiki:-)
Annars voru mörg frambærileg lög í gær og erfitt að velja á milli, ekki það að ég kaus ekki neitt og var að heyra lögin í fyrsta skipti, en hafði nokkra skemmtun af þessu shjói..

Já, ekki má gleyma því að ég á 2 ára bloggafmæli á morgun;-)

nóg í bili.
megið þið eiga margar góðar stundir í komandi viku.
Sandra

Leiðsögn dagsins:

18. febrúar
Trúardeilur ætti að forðast hvað sem það kostar af öllum mætti, og þær ættu ekki að líðast undir neinum kringumstæðum. Fólk aðhyllist mismunandi trúarbrögð, en aðal atriðið er að við erum öll mannlegar verur. Öll leitum við hamingju og þráum frið. Trúin ætti að færa fólk nær hvort öðru. Hún ætti að sameina og efla hið góða í hjörtum fólks og betrumbæta þannig samfélagið, stuðla að manngæsku og skapa bjartari framtíð (Ikeda)

Sunday, February 11, 2007

Markmiði náð og rúmlega það :-)

já það voru sko hvorki fleiri né færri en 124 sem komu saman og kyrjuðu í dag :-)
Þvílík orka og kraftur..
Markmiðið var að ná a.m.k 100 manns saman að kyrja fyrir heimsfriði, SGI á Íslandi og fleiri frábærum markmiðum.
Er þvílíkt ánægð með daginn.
Megið þið eiga góða viku..

Leiðsögn dagsins:
11. febrúar 2007

Á því andartaki sem við ákveðum 'Ég mun verða heilbrigð(ur)!' 'Ég mun verða sterk(ur)!' 'Ég mun starfa af gleði fyrir kosen-rufu!' mun líf okkar taka þá stefnu. Við verðum að gera upp hug okkar og taka ákvörðun.

Atburðir:
1900: Josei Toda, annar forseti Soka Gakkai, fæddur.
1996: Stofnun Toda fyrir heimsfrið og stjórnmálafræði (Toda Institute for Global Peace and Policy Research) stofnuð í Tokyo af Ikeda forseta SGI. Skrifstofa opnuð á Hawaí 1997.


Saturday, February 10, 2007

Laugardagur

bara allt rólegt. Er pínu slöpp og þreytt en ætla ekki að láta það stoppa mig í öllu því sem ég er að sýsla í lífinu.
Stór dagur hjá búddistum á morgun. Stefnum á am.k. 100 manna kyrjun, pælið í því 100 manns að kyrja á sama tíma, þvílíkur kraftur og orka í salnum:-)
Allir velkomnir í sal Söngskólans (gamla osta og smjörsalan) á milli 14:00-15:00 og kaffi á eftir;-)
Það gengur mjög vel í kennslunni og við Kristín náum vel saman og erum að gera margt skemmtilegt með börnunum;-)
Meðal þess sem við höfum verið að læra undanfarið er: um múslima og hindúa,líkamann, augu, nef, munn, beinagrindina, bragðskyn og snertiskyn og bjuggum svo til stórt andlit á vegginn;-)
ásamt flottu tímavélunum sem við föndruðum þegar við lærðum stafinn É,é og í framhaldi bjuggu krakkarnir til sögu um þau í ferðalagi í tímavél og fengu að pikka hana sjálf í Word;-)
Við héldum upp á dag stærðfræðinnar og föndruðum margskonar mannvirki úr dagblöðum, listaverk úrdrykkjarrörum og mældum út glugga, veggi og töfluna með bókum;-)+
og ekki má gleyma furðuverunum sem við gerðum þegar krakkarnir úr elstu deild leikskólans komu í heimsókn og prýða nú gluggana í stofunni okkar.
Já ég gæti haldið endalaust áfram því við gerum alltaf eitthvað skemmtilegt og fjölbreytt á hverjum degi í skólanum:-)
Starfsfólk skólans leikur sér líka saman og í gærkveldi var árshátíðin okkar haldin ásamt mörgum öðrum skólum í Gullhömrum. Það var mjög gaman, frábærir veislustjórar, Edda Björgvins og Björgvin Franz fóru á kostum, geggjað atriði sem skólastjórarnir skemmtu sér og okkur með og svo var Sniglabandið að spila;-)
Þvílík stemming og vel heppnað,
en nei ég átti ekki að njóta kvöldsins þó ég reyndi eins og ég gat að vera í stuðinu, hló og hafði gaman.
Þannig var að þegar við vorum rétt komin í hús fékk ég þann versta magakrampa og verki sem ég hef fengið í langan tíma, en slapp þó við að blása út eins og gerist stundum;-(
Ég gafst upp um miðnætti, komin í keng af verkjum og staulaðist heim, rosalega svekkt og ekki gaman, það var þvílíkt fjör, allir komnir á dansgólfið í miklu stuði og syngja með skemmtilegum lögum..
En svona er nú þetta stundum og ég svaf þetta úr mér og var orðin góð í morgun..

Leiðsögnin er hvatning frá Ikeda fyrir stóru kyrjunina á morgun:
Ég mun aldrei gleyma tilfinningaþrungnu ákalli Toda: „Til þess að ná fram sigri við útbreiðslu búddismans skaltu biðja fyrir því. Kyrjaðu hljómmikið daimoku. Núna skulum við gera Gongyo saman!“ Gongyo er öskur ljónsins sem merkir samtaka kyrjun mentors og nema (meistara og lærisveins). Í sjálfu sér eru Mackiguchi og Toda forsetar, mínir stórkostlegu fyrirrrennarar, báðir með mér þegar ég geri gongyo, hér og nú. Á hverjum degi kyrja ég hljómmikið daimoku sem geymir í hjarta mínu hvern og einn meðlim.

Njótið vel
Góðar stundir
Sandra

Sunday, February 04, 2007

upplifun

Vinna, foreldraviðtal, símtal sem segir frá góðum og stórum fréttum sem hefur verið kyrjað mikið fyrir, leikfimi, afslöppun, sjónvarpsgláp, leti, sms með enn stærri og betri fréttum sem líka hefur verið kyrjað mikið fyrir, fundur, kyrjun, búðarráp, símaspjall, hvíld, partý, svefn, annar fundur, útréttingar, tiltekt, heimsókn, meiri kyrjun, fræða aðra um búddismann, undirbúningur fyrir vinnuna, tölvuhangs, og lestur.
Já, það skeður margt og mikið á þrem dögum:-)
Er svo ánægð fyrir hönd svo margra í umhverfi mínu, svo margar góðir og stórir sigrar hjá vinum og vandamönnum mínum:-)

Leiðsögnin í dag er í takt við ýmislegt sem ég hef heyrt og upplifað undanfarið, bæði jákvætt og neikvætt hjá mér og öðrum:

Þið sem ástundið sterka trú munið óhjákvæmilega mæta meiriháttar og minniháttar hindrunum (sansho shima). Stormar erfiðleikanna munu hins vegar tvístra skýjaþykkni neikvæðs karma þíns innra lífs er bjartur máni friðsældar tekur að skína á hinum takmarkalausa himni hjarta þíns. Kraftmikil sól frelsis og hamingju mun jafnframt rísa í hinu innra lífi þínu.
D. Ikeda

Óska ykkur öllum góðrar viku
Sandra

Saturday, February 03, 2007

Hamingjuóskir

Vil senda tvær hamingjuóskir í tilefni dagsins og mikilla gleðifrétta:-)

Elsku Bryndís og Elías. Hjartanlega til hamingju með litla prinsinn sem kom í heiminn í nótt:-)


Elsku Elísabet. Hjartanlega til hamingju með 30 ára stórafmælið í dag:-)

Bestu kveðjur
Sandra