bara allt rólegt. Er pínu slöpp og þreytt en ætla ekki að láta það stoppa mig í öllu því sem ég er að sýsla í lífinu.
Stór dagur hjá búddistum á morgun. Stefnum á am.k. 100 manna kyrjun, pælið í því 100 manns að kyrja á sama tíma, þvílíkur kraftur og orka í salnum:-)
Allir velkomnir í sal Söngskólans (gamla osta og smjörsalan) á milli 14:00-15:00 og kaffi á eftir;-)
Það gengur mjög vel í kennslunni og við Kristín náum vel saman og erum að gera margt skemmtilegt með börnunum;-)
Meðal þess sem við höfum verið að læra undanfarið er: um múslima og hindúa,líkamann, augu, nef, munn, beinagrindina, bragðskyn og snertiskyn og bjuggum svo til stórt andlit á vegginn;-)
ásamt flottu tímavélunum sem við föndruðum þegar við lærðum stafinn É,é og í framhaldi bjuggu krakkarnir til sögu um þau í ferðalagi í tímavél og fengu að pikka hana sjálf í Word;-)
Við héldum upp á dag stærðfræðinnar og föndruðum margskonar mannvirki úr dagblöðum, listaverk úrdrykkjarrörum og mældum út glugga, veggi og töfluna með bókum;-)+
og ekki má gleyma furðuverunum sem við gerðum þegar krakkarnir úr elstu deild leikskólans komu í heimsókn og prýða nú gluggana í stofunni okkar.
Já ég gæti haldið endalaust áfram því við gerum alltaf eitthvað skemmtilegt og fjölbreytt á hverjum degi í skólanum:-)
Starfsfólk skólans leikur sér líka saman og í gærkveldi var árshátíðin okkar haldin ásamt mörgum öðrum skólum í Gullhömrum. Það var mjög gaman, frábærir veislustjórar, Edda Björgvins og Björgvin Franz fóru á kostum, geggjað atriði sem skólastjórarnir skemmtu sér og okkur með og svo var Sniglabandið að spila;-)
Þvílík stemming og vel heppnað,
en nei ég átti ekki að njóta kvöldsins þó ég reyndi eins og ég gat að vera í stuðinu, hló og hafði gaman.
Þannig var að þegar við vorum rétt komin í hús fékk ég þann versta magakrampa og verki sem ég hef fengið í langan tíma, en slapp þó við að blása út eins og gerist stundum;-(
Ég gafst upp um miðnætti, komin í keng af verkjum og staulaðist heim, rosalega svekkt og ekki gaman, það var þvílíkt fjör, allir komnir á dansgólfið í miklu stuði og syngja með skemmtilegum lögum..
En svona er nú þetta stundum og ég svaf þetta úr mér og var orðin góð í morgun..
Leiðsögnin er hvatning frá Ikeda fyrir stóru kyrjunina á morgun:
Ég mun aldrei gleyma tilfinningaþrungnu ákalli Toda: „Til þess að ná fram sigri við útbreiðslu búddismans skaltu biðja fyrir því. Kyrjaðu hljómmikið daimoku. Núna skulum við gera Gongyo saman!“ Gongyo er öskur ljónsins sem merkir samtaka kyrjun mentors og nema (meistara og lærisveins). Í sjálfu sér eru Mackiguchi og Toda forsetar, mínir stórkostlegu fyrirrrennarar, báðir með mér þegar ég geri gongyo, hér og nú. Á hverjum degi kyrja ég hljómmikið daimoku sem geymir í hjarta mínu hvern og einn meðlim.
Njótið vel
Góðar stundir
Sandra