Bolla bolla
þótt að bolludagurinn sé ekki fyrr en á morgun þá tókum við smá forskot á sæluna í dag:-)
En fyrst fór ég þó í leikfimi og kom svo við í Hagkaup og keypti vatnsdeigsbollur og krúttlegar krakkabollur með brosandi andliti;-)
Hjálpuðum mömmu að flytja í nýju flottu íbúðina og er það verk alveg að klárast:-)
Fór á kynningu í Kennó í gær og náði í bæklinga um framhaldsnámið,
já þið lásuð rétt!
Við Gyða stefnum á að fara í mastersnám í haust;-)
Hvað fleira.. jú horfði á Júróvison í gær, flott að senda Eika Hauks út til Finnlands.. áfram Eiki:-)
Annars voru mörg frambærileg lög í gær og erfitt að velja á milli, ekki það að ég kaus ekki neitt og var að heyra lögin í fyrsta skipti, en hafði nokkra skemmtun af þessu shjói..
Já, ekki má gleyma því að ég á 2 ára bloggafmæli á morgun;-)
nóg í bili.
megið þið eiga margar góðar stundir í komandi viku.
Sandra
Leiðsögn dagsins:
18. febrúar
Trúardeilur ætti að forðast hvað sem það kostar af öllum mætti, og þær ættu ekki að líðast undir neinum kringumstæðum. Fólk aðhyllist mismunandi trúarbrögð, en aðal atriðið er að við erum öll mannlegar verur. Öll leitum við hamingju og þráum frið. Trúin ætti að færa fólk nær hvort öðru. Hún ætti að sameina og efla hið góða í hjörtum fólks og betrumbæta þannig samfélagið, stuðla að manngæsku og skapa bjartari framtíð (Ikeda)
<< Home