Monday, November 27, 2006

Stelpur verum vakandi

Fékk þetta sent á maili - SENDUM ÞETTA ÁFRAM!

Hæ mér finnst mjög mikilvægt að þetta komist áfram!!!
Það eru eflaust einhverjir sem ekki eru nógu sleipir í dönskunni þannig að ég ætla að skrifa hérna á íslensku svona nokkurn veginn hvað er verið að tala um!

Úti í Danmörku og eflaust fleiri löndum eru menn byrjaðir að nota 2 lyf til þess að nauðga konum. Annað heitir Rohypnol og er svokallað "nauðgunar lyf" og virkar þannig að manneskjan sem tekur það inn verður mjög sljó og man yfirleitt ekki mikið, ef eitthvað, eftir því sem gerist á meðan áhrifin standa.
Hitt heitir Progesterex og er lítil pilla sem fæst hjá dýralæknum og er frekar auðvelt að nálgast þetta lyf. Þetta lyf er notað til þess að gelda hross og þetta nota nauðgarar til þess að barna ekki stelpurnar sem þeir brjóta á.
Versta við þetta allt saman er að hver kvenkyns vera sem tekur þetta lyf getur aldrei eignast börn!!!
Verkunin af lyfinu er varanleg!!! Þessi lyf eru sett út í drykki hjá stelpum og leysast lyfin mjög fljótt upp!!! Þannig að stelpur mínar í guðana bænum passiði drykkina og passið upp á ykkur sjálfar.

Það er í alvöru talað ekki þess virði að vera að drekka sig blindfullar þannig að þið getið ekki stjórnað aðstæðum og hættið að pæla í hlutunum til þess eins að lenda í svona hryllingi!!!Endilega sendið þetta til ALLRA sem þið þekkið!!!!

Sunday, November 26, 2006

hvað Mýrin er flott mynd og stendur alveg undir væntingum:-)
Ég var nefnilega búin að lesa bókina og vissi því ekki við hverju væri að búast, en myndin fylgir bókinni vel og ég mæli með að allir sjái myndina..

Er að herða mig upp í að kíkja á námsefnið í tölvunámskeiðinu sem við erum byrjuð á í skólanum. Þetta er heljarinnar mikið námskeið (um 80 tímar) sem stendur fram á vor og er liður í endurmenntun kennara. Allir grunnskólar þurfa að fara í gegnum þetta námskeið á næstu árum og því er ágætt að drífa það af..
Þetta er allt tekið í fjarnámi og reynir mikið á;-)
Sem betur fer fengum við möppu og ljósritað námsefni úr fyrstu lotunni á pappír því að fjarkennslusíðan (sem inniheldur allar glósur, verkefni, æfingar, samskiptavettvang og fleira) er ekki virk eins og er:-/
Kennarar þurfa að ná u.þ.b. 150 tímum í endurmenntun á ári og því dekkar þetta námskeið meirihlutann af þeim tímum, auk þess sem ég var svo heppin að komast á ráðstefnu til Skotlands sem gefur mér 40 tíma og svo hef ég farið á fleiri lítil námskeið og ráðstefnur á árinu svo að ég er í góðum málum hvað það varðar;-)
Hafið það sem best í næstu viku.

Vil enda á góðri og hvetjandi leiðsögn um vonina:

Sama hvaða þjáningar eða erfiðleika þú þarft að ganga í gegnum, þá máttu aldrei missa vonina. Jafnvel þótt þú þjáist tímabundið af djöflum veikinda eða fjárhagserfiðleika, ætti hjarta þitt alltaf að geisla með órjúfanlegri von. (Ikeda)

Saturday, November 25, 2006

Endilega

kíkið á þessa síðu, þið tapið ekkert á því:-)
Getið unnið utanlandsferðir, afsláttarmiða, út að borða og margt fleira..
Annars er allt ágætt að frétta af mér, lífsástandið er á uppleið og ég er orðin jákvæðari;-)
Við héldum mjög góðan umræðufund hér heima í vikunni sem hafði góð áhrif á mig og var nauðsynlegt spark í rassinn á mér í átt að hærra lífsástandi, ásamt því að ég fékk fínar fréttir í vikunni:-)
Nóg í bili, er að fara á Mýrina með fjölskyldunni;-)

Leiðsögn dagsins fjallar um áhyggur æskunnar:
Æskan er sá tími þar sem við höfum áhyggjur og vandamál. Þetta er bara eðlilegt, þar sem hver og einn getur ómögulega skilið allt og verið í fullkomlega ótakmarkaðri framför þegar maður er enn ungur. Munið að þetta ruglingslega tímabil vandamála og þjáninga kemur að gagni, eiginlega eins og frjósöm jörð sem hefur sjálfan sig í átt að fullkomnun og fullnægju í framtíðinni.(Ikeda)

Sunday, November 19, 2006

Mokstur

Jæja, þá erum við búin að moka í kringum bílana úti á bílaplaninu.
Ekkert smá mikil brennsla og sviti og púl:-)
Nú er seinni áfanginn eftir, þ.e. að komast út úr stæðinu og útúr götunni og út á bensínstöð;-)
til að kaupa bensín, mjólk og fleira
Held nú samt að það hafist þar sem nagladekkin eru komin undir annan bílinn, og hinn sem er enn á sumartúttum komst a.m.k. út úr stæðinu og upp á grasið;-)
Framhald síðar..

Já, það er nokkuð ljóst

að það eru að koma jól;-0
Alls staðar í þjóðfélaginu eru merki um það og veðrið lætur ekki sitt eftir liggja og nú er komin mikill snjór og ég veit bara ekki hvað og hvað.
Þegar maður er að vinna í barnaskóla líður tíminn mjög hratt og ekki er seinna vænna en að byrja að undirbúa desember sem er meira og minna undirlagður af jólalagasamsöng, kirkjuferð, jólaföndri, jólahlaðborði, litlu jólum, jólaböllum og svo mætti lengi telja.
Við erum nú þegar byrjaðar að undirbúa jólaföndrið og jólakortagerð og næstum búnar að klára að klippa niður pappír, ljósrita, búa til skapalón, setja saman pöntunarlista og annað sem tengist þessu öllu saman.
Jólaundirbúningur minn hefur einnig teygt sig inn á heimilið því ég hef lokið við að kaupa og pakka inn jólagjöfunum sem ég ætla að senda utan til vina og ættinga sem búa erlendis og mun setja það í póst mjög fljótlega;-)
Já, svona er staðan um miðjan nóvember á litla kalda skerinu Íslandi;-)

Munið þið eftir þessum línum sem eiga svo sannarlega við í dag;-)
Snjókorn falla á allt og alla, börnin leika og skemmta sér;-)

Leiðsögn dagsins hljómar svo:
Þetta lífsskeið mun aldrei koma aftur; það er dýrmætt og óviðjafnalegt. Að lifa án eftirsjár, það skiptir sköpum fyrir okkur að hafa raunhæfan tilgang og að setja okkur stöðugt markmið og áskoranir. Það er jafn þýðingarmikið að við höldum áfram að nálgast tiltekin markmið stöðugt og örugglega, eitt skref í einu.(Ikeda)


Hafið það gott í komandi viku..
Sandra

Wednesday, November 08, 2006

Report

Komin heim eftir skrýtna,erfiða og skemmtileg ferð til Skotlands.
Vann einn dag og fór svo í vetrarfrí. Mjög undarlegt að koma rétt í vinnu og svo í frí, er að komast í jarðsamband, lísfsástandið hefur sveiflast til og frá fyrir,
í og eftir ferðina.
Gaman í vinnunni með þessum yndislegu krílum, hef farið á nookrar viðburði tengda búddisma, og ýmislegt fleira. Var boðin í afmæli í kvöld hjá Hauki búddista og það var indælt og skemmtilegt. Er svo boðin í 30 ára stórveislu hjá samkennara á föstudagskvöld og svo sumarbústaðaferð með ungmennaleiðtogum um helgina.
Meira seinna
Sandra

SGI President Ikeda's Daily Encouragement for November 8

In the "Ongi Kuden" (Record of the Orally Transmitted Teachings), Nichiren Daishonin says with reference to attaining Buddhahood, "‘To attain' means ‘to open'" (Gosho Zenshu, p. 753). Attaining Buddhahood means opening our lives to their fullest potential and revealing our innate Buddhahood. This is the purpose of Buddhism.