Vá
hvað Mýrin er flott mynd og stendur alveg undir væntingum:-)
Ég var nefnilega búin að lesa bókina og vissi því ekki við hverju væri að búast, en myndin fylgir bókinni vel og ég mæli með að allir sjái myndina..
Er að herða mig upp í að kíkja á námsefnið í tölvunámskeiðinu sem við erum byrjuð á í skólanum. Þetta er heljarinnar mikið námskeið (um 80 tímar) sem stendur fram á vor og er liður í endurmenntun kennara. Allir grunnskólar þurfa að fara í gegnum þetta námskeið á næstu árum og því er ágætt að drífa það af..
Þetta er allt tekið í fjarnámi og reynir mikið á;-)
Sem betur fer fengum við möppu og ljósritað námsefni úr fyrstu lotunni á pappír því að fjarkennslusíðan (sem inniheldur allar glósur, verkefni, æfingar, samskiptavettvang og fleira) er ekki virk eins og er:-/
Kennarar þurfa að ná u.þ.b. 150 tímum í endurmenntun á ári og því dekkar þetta námskeið meirihlutann af þeim tímum, auk þess sem ég var svo heppin að komast á ráðstefnu til Skotlands sem gefur mér 40 tíma og svo hef ég farið á fleiri lítil námskeið og ráðstefnur á árinu svo að ég er í góðum málum hvað það varðar;-)
Hafið það sem best í næstu viku.
Vil enda á góðri og hvetjandi leiðsögn um vonina:
Sama hvaða þjáningar eða erfiðleika þú þarft að ganga í gegnum, þá máttu aldrei missa vonina. Jafnvel þótt þú þjáist tímabundið af djöflum veikinda eða fjárhagserfiðleika, ætti hjarta þitt alltaf að geisla með órjúfanlegri von. (Ikeda)
<< Home