Sunday, November 19, 2006

Já, það er nokkuð ljóst

að það eru að koma jól;-0
Alls staðar í þjóðfélaginu eru merki um það og veðrið lætur ekki sitt eftir liggja og nú er komin mikill snjór og ég veit bara ekki hvað og hvað.
Þegar maður er að vinna í barnaskóla líður tíminn mjög hratt og ekki er seinna vænna en að byrja að undirbúa desember sem er meira og minna undirlagður af jólalagasamsöng, kirkjuferð, jólaföndri, jólahlaðborði, litlu jólum, jólaböllum og svo mætti lengi telja.
Við erum nú þegar byrjaðar að undirbúa jólaföndrið og jólakortagerð og næstum búnar að klára að klippa niður pappír, ljósrita, búa til skapalón, setja saman pöntunarlista og annað sem tengist þessu öllu saman.
Jólaundirbúningur minn hefur einnig teygt sig inn á heimilið því ég hef lokið við að kaupa og pakka inn jólagjöfunum sem ég ætla að senda utan til vina og ættinga sem búa erlendis og mun setja það í póst mjög fljótlega;-)
Já, svona er staðan um miðjan nóvember á litla kalda skerinu Íslandi;-)

Munið þið eftir þessum línum sem eiga svo sannarlega við í dag;-)
Snjókorn falla á allt og alla, börnin leika og skemmta sér;-)

Leiðsögn dagsins hljómar svo:
Þetta lífsskeið mun aldrei koma aftur; það er dýrmætt og óviðjafnalegt. Að lifa án eftirsjár, það skiptir sköpum fyrir okkur að hafa raunhæfan tilgang og að setja okkur stöðugt markmið og áskoranir. Það er jafn þýðingarmikið að við höldum áfram að nálgast tiltekin markmið stöðugt og örugglega, eitt skref í einu.(Ikeda)


Hafið það gott í komandi viku..
Sandra