Thursday, September 22, 2005

mikið að gerast í dag

Fékk flugmiðann minn til Ameríku afhentan í dag:-)
Fer 29 okt og kem heim 5 nóv. Verður rosa stuð:-)
Svo kom ameríski GTO kagginn í hús í morgun;-)
gamall draumur eins fjölskyldumeðlims að rætast, enda er hann alveg í skýjunum og trúir þessu ekki enn, gaman að þessu og flott að uppfylla drauma sína..
Fórum smá rúnt áðan í kagganum, rosa sport;)
Jói lentur í Köben í 20 stiga hita:-) að hitta kærustuna sína í nokkra daga, verður án efa ánægjulegt og skemmtilegt hjá þeim:-)
Sagði reynslusögu mína frá námskeiðinu á hverfisfundi í gær, gekk mjög vel og félagar mínir voru ánægðir með þetta og hrósuðu mér;-)
Frændi minn sem var hjá okkur er á leiðinni vestur, vona að ferðin gangi vel,komin snjór og hálka á vegina.
Er að undirbúa heimanám barnanna, gefa S og 2 í forskrift
Læt þetta nægja í bili...

Sunday, September 18, 2005

Í skýjunum

Var að koma heim að alveg æðislegu, flottu, vel heppnuðu og uppbyggjandi námskeiði:-)
Ég er svo fegin að hafa farið og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að fara á þetta námskeið, fékk mjög góða fræðslu í frábærum fyrirlestrum, reynslum og í leiðsögn, skemmti mér mjög vel á kvöldvökunni, kom upp og las frumsamið ljóð, hlustaði á flott tónlistaratriði, hló mig máttlausa á leikritinu og sá mjög fallegar myndir af landinu okkar fagra. Svo dönsuðu allir kónga inn í eldhús þar sem var sungið, dansað og djammað:-)
Fullt af hæfileikariku fólki í samtökunum:-)
Ekki má gleyma þvílíkt kröftugum kyrjunum þar sem fullur salur af fólki kyrjaði af öllum kröftum og af öllu hjarta og sá sem leiddi kyrjaði í míkrafón sem var tengdur við magnara..
Kynnist fullt af fólki og sérstaklega herbergisfélaga mínum sem ég þekkti ekki neitt áður:-)
Notalegt andrúmsloft, allir að styðja og hjálpa öllum og ég að sjálfsögðu líka, og bara alveg geggjað að komast út í sveit, ekkert símasamband og fá þvílíkan kraft, uppbyggingu, sjálfstraust og að hlaða batteríin:-)
Ég ætla sko að fara aftur næsta ár!

Sunday, September 11, 2005

Kennarinn

eitt og annað

Fór á Ljósanótt í Keflavík á seinustu helgi. Alveg ágætis ferðalag, keyrði um allan bæinn og fann loksins aðalhátíðarsvæðið, skoðaði nokkrar sýningar, þ.a.m. hippasýningu, rölti svo aðalverslunargötuna fram og aftur, leitaði að kaffihúsi, fann að lokum eitt, þurfti að bíða smá tíma eftir borði, fékk mér Sviss mokka og borgaði fyrir það 650 kall! jamm það er dýrara að versla úti á landi. En þetta var nú samt skemmtileg tilbreyting. Eftir þetta ferðalag var mér óvænt boðið í fínasta matarboð og eftir það fengum við smá heimsókn. Flottur dagur. Daginn eftir fór ég á Kosen Rufu kyrjun á Vífilsstöðum og síðan í Kolaportið að kaupa mér ódýrt te og fleira.
Vikan hefur gengið vel og börnin eru dugleg að læra og eru pínulítið að koma til, þ.e. að færa sig upp á skaftið og sýna hvað í þeim býr:-)
Þau eru nú stundum svo fyndin og miklar dúllur og oft er erfitt að skilja röksemdafærslur þeirra og þau standa sko föst á sínu! Dæmi um þetta var á föstudaginn þar sem ég leyfði þeim að horfa á DVD tvo síðustu tímana. Þau ætluðu sko ekki að fara heim fyrr en myndin væri búin, sama hvað, og "bjallan er ekki búin að hringja"!! Það skipti engu þó að ég segði þeim að skólinn væri að verða búin og þau ættu eftir að taka sig saman og kveðja, nei ekki að ræða það góða, við ætlum að klára myndina og sjá hvernig hún endar:-)
En þetta bjargaðist nú allt þar sem myndin kláraðist rétt áður en hringdi út og ég náði að kveðja þau og hrósa þeim fyrir vikuna;-)
Nú styttist óðum í haustnámskeið SGI, keyri beint eftir vinnu á föstudaginn í sveitasæluna og kem svo heim seinnpart sunnudags, hlakka ekkert smá til, verð meira að segja með skemmtiatriði, frumsamið ljóð:-)
vona bara að ég sé ekki að veikjast, er með kvef og þreytu í augum.
Já, ekki má gleyma saumaklúbbnum, (við samfógellurnar sem vorum saman á kjörsviði í Kennó, útskrifuðust í fyrra, og höfum ekki hist síðan sumar hverjar) á föstudaginn, ég mætti samviskusamlega um 8 leytið, gestgjafinn enn að mála sig og svo spjölluðum við um skólamál og fleira þar til hinar tvær komu um 10 leytið:-0
og bættust í skólaumræðuna og eitthvað slúður;-)
Þetta var fámennt og góðmennt og fínasta kvöld, hefði verið gaman ef fleiri hefðu komið (það ætluðu allavegna tvær í viðbót að koma) en svona er þetta bara,ýmsar ástæður fyrir því, nýfædd börn, búa úti á landi og erlendis, vinna, erfitt að fá barnapössun ...
Sé það nú að það er 11 september í dag, votta lifandi og dánum (WTC) samúð og virðingu mína.
Man ekki eftir fleiri fréttum í bili..
Eigið góða vinnuviku..
Sandra

Wednesday, September 07, 2005

Gleðifrétt

þann 5 sept 2005 kl 06:00 kom litli prinsinn þeirra Ingibjargar og Þorsteins í heiminn:-)
Hjartanlega til hamingju dúllurnar mínar:-)
Bestu kveðjur
Sandra

Rútína

Í dag: vakna kl 7, fara í sturtu, klæða mig, keyra í vinnuna, kenna frá 8-2, ganga frá stofunni, hringja í foreldra, undirbúa morgundaginn, fara í banka og Ikea, koma heim, fá mér kríublund, undirbúa heimavinnu nemenda, ná í Jóa, fara á búddafund, koma heim, vinna aðeins meira, sofa.

á morgun: vakna kl 7, fara í sturtu,klæða mig, keyra í vinnuna, kenna frá 8-2, ganga frá í stofunni, koma heim, fá mér kríublund, undirbúa heimavinnu nemenda(t.d skrifa forskrift og gefa umsagnir), kvöldið vinna og óákveðið.

Föstudagur: vakna kl 7, fara í sturtu,klæða mig, keyra í vinnuna, kenna frá 8-2, ganga frá í stofunni, koma heim, fá mér kríublund, undirbúningur fyrir saumklúbb, fara í saumaklúbb, ....

Laugardagur: fara á sameiginlega kyrjun á Vífilstöðum kl 10-12 og fund fyrir haustnámskeiðið sem er haldið 16-18 sept, eftir hádegi kíkja á Grafarvogsdaginn(sameiginleg dagskrá allra grunnskóla í hverfinu) svo óákveðið eftir það.

Jamm svona líða nú flestir dagar hjá mér:-)

Góðar stundir
Kennarinn og Búddistinn Sandra

Saturday, September 03, 2005

Er

búin að vera að dunda mér undanfarin kvöld við að föndra og klippa út bangsa, lestarvagna, veðurtákn, og afmæliskalla úr kartoni:-) Föndrarinn ég, alltaf að læra eitthvað nýtt, en það bjargar mér þó að hafa formin tilbúin til að klippa og teikna eftir, alveg eins og börnin;-)
Svo var ég að skrifa forskrift í heimavinnubækurnar þeirra stafinn(Á, á)og tölustafinn 0 og þurfti svolítið að æfa mig fyrst:-)svo að blessuð börnin læri nú rétta stafdrætti!
Skrapp í sund í morgun í sveitasundlaugina(varmárlaug), ágætis laug en lítil með einum nuddpotti og gufubaði sem ég því miður komst ekki í þvi að aðeins karlmenn máttu fara í það í dag!
Er nú búin að öllu sem ég þarf að gera fyrir mánudag og er að velta því fyrir mer að kíkja í Reykjanesbæ á Ljósanótt.
Heyrumst
Sandra