Er
búin að vera að dunda mér undanfarin kvöld við að föndra og klippa út bangsa, lestarvagna, veðurtákn, og afmæliskalla úr kartoni:-) Föndrarinn ég, alltaf að læra eitthvað nýtt, en það bjargar mér þó að hafa formin tilbúin til að klippa og teikna eftir, alveg eins og börnin;-)
Svo var ég að skrifa forskrift í heimavinnubækurnar þeirra stafinn(Á, á)og tölustafinn 0 og þurfti svolítið að æfa mig fyrst:-)svo að blessuð börnin læri nú rétta stafdrætti!
Skrapp í sund í morgun í sveitasundlaugina(varmárlaug), ágætis laug en lítil með einum nuddpotti og gufubaði sem ég því miður komst ekki í þvi að aðeins karlmenn máttu fara í það í dag!
Er nú búin að öllu sem ég þarf að gera fyrir mánudag og er að velta því fyrir mer að kíkja í Reykjanesbæ á Ljósanótt.
Heyrumst
Sandra
<< Home