eitt og annað
Fór á Ljósanótt í Keflavík á seinustu helgi. Alveg ágætis ferðalag, keyrði um allan bæinn og fann loksins aðalhátíðarsvæðið, skoðaði nokkrar sýningar, þ.a.m. hippasýningu, rölti svo aðalverslunargötuna fram og aftur, leitaði að kaffihúsi, fann að lokum eitt, þurfti að bíða smá tíma eftir borði, fékk mér Sviss mokka og borgaði fyrir það 650 kall! jamm það er dýrara að versla úti á landi. En þetta var nú samt skemmtileg tilbreyting. Eftir þetta ferðalag var mér óvænt boðið í fínasta matarboð og eftir það fengum við smá heimsókn. Flottur dagur. Daginn eftir fór ég á Kosen Rufu kyrjun á Vífilsstöðum og síðan í Kolaportið að kaupa mér ódýrt te og fleira.
Vikan hefur gengið vel og börnin eru dugleg að læra og eru pínulítið að koma til, þ.e. að færa sig upp á skaftið og sýna hvað í þeim býr:-)
Þau eru nú stundum svo fyndin og miklar dúllur og oft er erfitt að skilja röksemdafærslur þeirra og þau standa sko föst á sínu! Dæmi um þetta var á föstudaginn þar sem ég leyfði þeim að horfa á DVD tvo síðustu tímana. Þau ætluðu sko ekki að fara heim fyrr en myndin væri búin, sama hvað, og "bjallan er ekki búin að hringja"!! Það skipti engu þó að ég segði þeim að skólinn væri að verða búin og þau ættu eftir að taka sig saman og kveðja, nei ekki að ræða það góða, við ætlum að klára myndina og sjá hvernig hún endar:-)
En þetta bjargaðist nú allt þar sem myndin kláraðist rétt áður en hringdi út og ég náði að kveðja þau og hrósa þeim fyrir vikuna;-)
Nú styttist óðum í haustnámskeið SGI, keyri beint eftir vinnu á föstudaginn í sveitasæluna og kem svo heim seinnpart sunnudags, hlakka ekkert smá til, verð meira að segja með skemmtiatriði, frumsamið ljóð:-)
vona bara að ég sé ekki að veikjast, er með kvef og þreytu í augum.
Já, ekki má gleyma saumaklúbbnum, (við samfógellurnar sem vorum saman á kjörsviði í Kennó, útskrifuðust í fyrra, og höfum ekki hist síðan sumar hverjar) á föstudaginn, ég mætti samviskusamlega um 8 leytið, gestgjafinn enn að mála sig og svo spjölluðum við um skólamál og fleira þar til hinar tvær komu um 10 leytið:-0
og bættust í skólaumræðuna og eitthvað slúður;-)
Þetta var fámennt og góðmennt og fínasta kvöld, hefði verið gaman ef fleiri hefðu komið (það ætluðu allavegna tvær í viðbót að koma) en svona er þetta bara,ýmsar ástæður fyrir því, nýfædd börn, búa úti á landi og erlendis, vinna, erfitt að fá barnapössun ...
Sé það nú að það er 11 september í dag, votta lifandi og dánum (WTC) samúð og virðingu mína.
Man ekki eftir fleiri fréttum í bili..
Eigið góða vinnuviku..
Sandra
<< Home