Það
er búið að vera frekar leiðinlegt veður í sumar, mikið um rigningu og vind og fáir sólardagar😞..
Ég er búin að lesa nokkrar bækur í fríinu og er nú búin að lesa 31 bók frá áramótum.. Einnig hef ég farið aðeins í gönguferðir (engar fjallgöngur samt), skellt mér í heita pottinn og gufuna, horft á sjónvarpið, bæði á sjónvarpsþætti og Ólympíuleikana, farið með bílinn bæði í þjónustuskoðun þar sem m.a. var gert við bremsurnar og í aðalskoðun og skroppið í klippingu .
Átti rólegan afmælisdag, fékk fínustu afmælisgjafir (peninga, veggmynd, sokka og skál), fékk mikið af fallegum kveðjum, skilaboðum, sms og símtölum og svo bauð mamma mér á kaffihús í tilefni dagsins😊
Við Gunni fórum á 3 klukkutíma bíómyndina: Horizon: An American Saga – Chapter 1, með Kevin Costner sem er fínasta mynd😄.
Fór í cozýkvöld til Heiðar vinkonu minnar 12. júlí, við pöntuðum okkur pizzu, skiptumst á afmælisgjöfum og horfðum á nýjustu : Beverly Hills Cop: Axel F myndina á Netflix sem er ágætis grínmynd:-)
Birgir okkar varð 9 ára þann 16. júlí. Hann var á ferðalagi með Láru, Gunnari, Jóni, Steina og Margréti á afmælisdaginn, en kom í bæinn nokkrum dögum seinna. Ég og Gunni kíktum í heimsókn til hans sunnudaginn 21. júlí og náðum að gefa honum afmælisgjafirnar😀. Jói, Birgir og Gunnar flugu svo til Portúgals 23. júlí og koma heim um Verslunarmannahelgina..
Síðastliðinn föstudag var flott sumarveður, hiti og sól og við mamma notuðum tækifærið og skruppum í smá bíltúr og fórum á kaffi Kjós, sátum úti á palli og fengum okkur vöfflur og heitt súkkulaði😎
Jamm, rólegheit hér í sveitinni og lítið að frétta..
Nóg í bili, er að fara að horfa þátt á Netflix..