Við fjölskyldan
áttum góða samverustund á Þorláksmessukvöld. Fórum til Jóa um sexleytið, fengum ljúffenga innbakaða Wellington nautasteik, bakaðar kartöflur, salat og meðlæti, kökur, ís og kaffi..
Strákarnir voru að spila í rólegheitum þegar við komum.
Þeir kláruðu að opna sínar gjafir og þá tók eldra fólkið við að opna sína pakka:-)
Ég fékk fínar gjafir; teppi, hátalara, gjafabréf í Kringluna og leikhús, sturtusápu, krem, servéttur, kerti og 4 bækur eftir Arnald, Stefán Mána, Evu Björg og Söruh Morgan 😉
Fórum svo heim um tíuleytið..Aðfangadagur var rólegur, Jói og Sara komu í kvöldmat, hamborgarhrygg og meðlæti, köku og kaffi..
Jóladagur var afslöppunardagur..
Þann 26. des (annar í jólum) mökksnjóaði og það var frost, en götur voru ruddar og saltaðar sem betur fer því útlitið var ekki gott. En okkur mömmu tókst nú samt með því að keyra mjög varlega á 40 km hraða að komast til Hafnarfjarðar um klukkan 18:00 í fjölskyldumatarboð( hangikjöt og meðlæti) hjá Diddó frænda.😏.
Þetta var ágætis samverustund, það komust ekki allir í fjölskyldunni eins og gengur, veikindi, ófærð og fleira en stefnan er að hafa þetta árlegt, svipað og var alltaf hjá afa og ömmu... Svo var sem betur fer hætt að snjóa þegar við fórum um níuleytið og ekkert mál að keyra heim..
27. 28. og 29. des voru rólegir dagar; smá útréttingar, búðarferð, tiltekt, heimsókn til múttu, lestur, sjónvarpsgláp og tölvuhangs, en við náðum að fara nokkrum sinnum í gönguferðir sem var mjög gott. Settum hálkubrodda undir skóna og þá var lítið mál að arka um nágrennið í snjó og hálku😎.
Jói, Sara og strákarnir flugu út til Flórída 28. des og koma heim 5. jan..
Áðan fór ég svo í nuddpttinn og gufuna, dásamlegt að liðka og mýkja aðeins bakið og axlirnar..
Jamm svona er nú lífið í sveitinni í jólafríinu..
Farið vel með ykkur, gangið hægt um gleðinnar dyr, gleðileg nýtt ár og takk fyrir þau gömlu..