Þá
er fyrsta vinnuvikan eftir sumarfrí liðin.
Þetta voru starfsdagar og á meðal þess sem ég var að gera var að sitja á fundum, afskrá og henda gömlum bókum, merkja og plasta nýjar námsbækur, fara yfir námsgögn og námsbækur og merkja skóhillur:-)
Á morgun er skólasetning og svo hefst kennsla hjá 2.-10. bekk á þriðjudaginn.
Það eru viðtöl hjá 1. bekk á morgun og hinn og svo hefst kennslan hjá þeim á miðvikudag..
Ég verð í 1. bekk þennan vetur og leggst það vel í mig en nemendafjöldi þar hefur ekki verið jafn fjölmennur í mörg ár eða 41 barn...
Snúum okkur þá að veirufréttum...
Nú er að koma haust og ýmis starfsemi að hefjast þ.á.m. skólastarf.
En ekki hefja allir skólar skólastarf í komandi viku þar sem að smit hefur komið upp í 3 grunnskólum í RVK og voru allir starfsmenn sendir í sóttkví og skólunum lokað;-(
Einnig kom upp smit í leikskóla í Breiðholti og var hluti starfmanna sendur í sóttkví...
Í gær kom upp smit hjá íbúa á hjúkrunarheimili á Ísafirði..
Í síðustu viku kom upp nokkur smit hjá starfsmönnum og gestum á hóteli á Suðurlandi og var því lokað og allir sendir heim...
Þau smit hafa haft víðtækar afleiðingar og tengist hluti af smitunum í skólunum þessu hóteli.
Einnig snæddu 7 af 9 ráðherrum ríkisstjórnarinnar kvöldverð á viðkomandi hóteli og voru þeir sendir í skimun og sóttkví og fara svo aftur í skimun í næstu viku...
Í dag eru 115 einstaklingar á aldrinum 0-89 ára í einangrun, 850 manns eru í sóttkví, 1 er á spítala, 54% þeirra sem greinast voru í sóttkví.
Uppsafnaður fjöldi sem hefur greinst frá 17. júní 2020 með virk innanlandssmit eru 176 einstaklingar og virk smit erlendis frá eru 79 manns.
Já þetta lítur ekki vel út svona í skólabyrjun en við vonum það besta...
meira síðar...
Sandra