feðgarnir
komu heim úr húsbílaferðinni 28. júlí, sáttir með fína ferð:-)
Gunnar og Birgir gistu hjá okkur og daginn eftir fórum við í sund og fengum okkur Subway og svo kom Jói seinnipartinn og sótti þá:-)
Verslunarhelgin var mjög róleg, horfði á Heima með Helga Björns og gestum sem voru sendir út frá Hlégarði í Mosó og brekkusönginn með Ingó veðurguð sem var haldinn fyrir utan Hlégarð...
og fór í gönguferðir á milli rigningaskúranna og roksins:-)
Á miðvikudaginn fór ég í klippingu og voru allir með grímur eins og vera ber í þessu ástandi..
Í gær hittumst við Heiður á kaffihúsi í Kringlunni, fengum okkur að borða og skiptumst á afmælisgjöfum:-)
Við mosóbúarnir höfum tekið glugganna í eldhúsinu og herbergjunum í gegn undanfarna daga, skrapað, skrúfað og málað og er ekki allt búið enn:-)
En nú eru blikur á lofti í sambandi við veiruna;-(
Hún hefur dreift sér hratt um allt landið, það er hópsýking í Vestmannaeyjum og miklar líkur eru á að aðferðir verði hertar fljótlega, t.d. með 20 eða 50 manna samkomubanni...
Sóttvarnarlæknar ætlar að sjá til hvernig gengur um helgina og ef ástandið batnar ekki þá mun hann koma með tillögur í næstu viku....
Nú eru 109 manns í einangrun, 914 manns í sóttkví, og 1 einstaklingur á fertugsaldri á gjörgæslu í öndunarvél;-(
Já, þetta lítur ekki vel út og er í raun áfall þar sem við vorum næstum laus við veiruna í sumar...
nóg í bili..
farið varlega, farið eftir fyrirmælum um sóttvarnir og fjarlægðarmörk og njótið helgarinnar...
<< Home