já
síðustu dagar hafa verið dálítið skrýtnir, tilfinningarríkir og erfiðir.
Haddi pabbi kvaddi okkur föstudaginn 9. ágúst 2019;-(
Fimmtudagsmorguninn 15. ágúst flaug ég út ásamt Ingu, Rúnari, Fanney, Steina, Bigga, Hönnu, Heidý, Ebba og Steiney.
Á vellinum hittum við Viggó og Gauja æskuvini pabba sem voru líka að fara í jarðarförina.
Flugið tók um 2,5 tíma, við leigðum bílaleigubíla og keyrðum til Skien sem tók rúmlega 3 tíma.
Allir í hópnum nema ég og Heidý gistu á hóteli svo við stoppuðum þar smástund, fólkið tékkaði sig inn og svo keyrðum við öll heim til Helgu sem býr rétt hjá.
Ég og Heidý gistum þar ásamt Siggu og Mumma sem voru búin að vera nokkra daga hjá Helgu.
Fórum að sofa um 23:00, þreytt eftir erfiðan og langan dag, það er 2 tímamunur, sem þýðir að klukkan var þá um 21:00 að íslenskum tíma..
Vöknuðum um 06:30 daginn eftir, fengum okkur kaffi, tókum okkur til og vorum komin í kirkjuna um 08:30. Kistulagning var kl. 09:00 og svo var jarðarförin kl:10:00.
Hún fór fram í kyrrþey en það var mikið af fólki um 50-60 manns, vinir, ættingar og vinnufélagar.
Athöfnin var falleg, presturinn léttur í lund og flott tónlist spiluð og sungin. Athöfnin fór fram á norsku og ég skildi smávegis af því sem presturinn sagði.
Ég var kistuberi í fyrsta skipti.
Helga spurði mig þegar ég kom á fimmtudaginn og ég sagði já, að ég treysti mér í það og sé ekki eftir því. Kistuberar voru: Inga, Biggi, ég, Bjarki, Sif og David kærasti Sifjar.
Það gekk vonum framar að koma kistunni út úr kirkjunni og í bílinn..
Það rættist heldur betur úr veðrinu, það var spáð rigningu þennan dag en við fengum sól og 18 stiga hita:-)
Að athöfn lokinni var erfidrykkja í samkomuhúsinu í rúmlega 2 tíma.
Eftir kaffið fórum ég, Helga, Sigga og Mummi heim og stuttu síðar komu: Sif, David, Alexandra, Katla, Robin, Kristján, Fredrik og Heidý í heimsókn.
Við náðum aðeins að hvíla okkur og ég og Heidý fórum í smá gönguferð um hverfið..
Um sexleytið komu Bjarki og Silje og stuttu síðar komu fleiri ættingjar og vinir í hús.
Síðustu gestirnir fóru svo um 21:30 og við fórum að sofa fljótlega eftir það, alveg búin eftir tilfinningaríkan og fallegan dag og góðar samverustundir..
Hitti litlu, fallegu og yndislegu systkinabörnin mín á föstudaginn í fysta skipti, þau voru feimin fyrst en svo náði ég aðeins að knúsa og fíflast með þeim um kvöldið:-).
Vaknaði um 06:30 daginn eftir, Helga keyrði mig niður á hótel og ég, Inga, Rúnar, Fanney, Steini, Biggi og Hanna keyrðum upp á völl..
Við flugum heim um fjögurleytið að norskum tíma og ég var komin hér heim í Mosó um kl. 18:00 að íslenskum tíma mjög þreytt eftir stutt, erfitt, fallegt og ágætis ferðlag...
já, svona er nú lífið, sorg og gleði, söknuður og hlátur, allt í bland, en fallegar og góðar minningar lifa áfram með okkur:-)