mætti
í vinnuna 11.júni eftir langt hvítasunnuhelgarfrí.
Við vorum á fundum og tiltekt til kl. 13:00 og hittumst svo í salnum kl. 13:00 til að kveðja skólastjórann...
Það var haldin smá ræða og við gáfum henni blóm og gjafakort:-)
Fórum í rútuna og keyrðum til Þingvalla þar sem við fórum í piknikk, fengum veitingar í föstu og fljótandi formi og nutum þess að vera úti í þessu góða veðri:-)
Síðan héldum við áfram ferðinni, keyrðum í gegnum Grafninginn og næsta stopp var Ljósafossvirkjun..
Við kíktum á sýninguna þar, gaman að sjá hana:-)
Að lokum var haldið til Hveragerðis þar sem sumir fóru í sólbað í Lystigarðinum, aðrir fóru í gönguferð og einhverjir kíktu í búðir, ég fór í Álnavörubúðina og keypti mér þar strigaskó svipaða þeim sem ég á, því mig vantaði nýja:-)
Að loknum hittumst við á Skyrgerðinni þar sem áttum pantað borð, fengum ágætis hamborgara og áttum fína stund saman:-)
Fórum svo í bæinn um kl. 20:00 og kom ég heim um níuleytið, ánægð og pínu lúin eftir frábæran dag:-)
Vorum að vinna miðvikudag og fimmtudag við ýmis verkefni, t.d. taka til í bókageymslunni, ganga frá stofunum, færa húsgögn og dót á milli kennslustofa og hlusta á kynningar um ferðir og verkefni sem kennarar, stjórnendur og nemendur hafa tekið þátt í:-)
Fór svo í sumarfrí 14. júní..
Laugardaginn 15. júní var 30 ára afmæli Kvennahlaupsins og ég fór hér í Mosó í hlaupið eins og vanalega og var þetta í 10 skiptið sem ég tek þátt, gaman að því:-)
Hitti óvænt söngsystur mína úr kórnum og röltum við saman 5 km í frábæru veðri, sól og litlum vindi:-)
Kíkti til mömmu eftir hlaupið og tók því svo rólega þar sem eftir var dagsins:-)
Á sunnudeginum komu prinsarnir í heimsókn seinnpartinn þar sem Jói var að fara í 40 ára afmæli hjá vini sínum..
Birgir var ekki alveg í stuði til að gista svo Jói kom seinna um kvöldið og sótti hann, en Gunnar vildi gista...
Þegar við vöknuðum daginn eftir var þoka og veðrið leit ekki alveg nógu vel út fyrir hátíðarhöld, en rétt eftir hádegið létti til og sólin lét sjá sig og hitastigið rauk upp og var geggjað veður þann daginn:-)
Feðgarnir komu um kl 13:00 og við kíktum á 17. júní hátíðina í Mosó, tókum þátt í skrúðgöngunni í fyrsta skiptið hér í bænum, Birgir var svo duglegur á hjólinu sínu í göngunni, við horfðum á skemmtiatriði, fengum okkur pulsu og strákarnir fóru í hoppukastala og við áttum góða stund saman:-)
Fimmtudaginn 20. júní tók ég þátt í miðnæturhlaupinu í Laugardalnum í flottu veðri, sólin lét sjá sig þegar við lögðum af stað og vindinn lægði:-)
Alltaf stemming að taka þátt í þessu hlaupi, var bara róleg núna og tók minn tíma í að fara 5 km, var aðeins lengur en í fyrra, var c.a. 53 mínútur núna, en það skiptir engu fyrir mig, bara taka þátt og hreyfa sig aðeins:-)
Í hádeginu daginn eftir komu Elín, Saga og Kia í heimsókn til mín:-)
Fengum okkur snúða, kleinur, kaffi og kókómjólk og spjölluðum um menn og málefni, menntamál, heilbrigðiskerfið og margt fleira, rifjuðum upp gamlar minningar og nýleg atvik og áttum góða stund saman:-)
já, ég hef talað mikið um veðrið í þessum pistli, enda er búið að vera frábært veður síðan í maí, sól, mikill hiti og það er fyrst núna í þessari viku sem hefur komið rigning, ekkert yfir því að kvarta, vona bara að það sé ekki að breytast í rigningarsumar núna eins og í fyrra....
Annars hef ég bara verið róleg, glápt þó nokkuð á TV, farið í gönguferðir, kíkt á bókasafnið, farið í bæjarferð og á flóamarkað, hangið í tölvunni, tekið til, skroppið í heimsóknir til mömmu og farið í klippingu...
Nóg í bili...
Sandra í sumarfríi..