ýmislegt
Helgina 15. -17. mars voru æfingabúðir og árshátíð hjá Mosfellskórnum:-)
Fór héðan seinnipartinn á föstudeginum, keyrði Lyngdalsheiðina í fínu veðri og var komin um kvöldmatarleytið á Laugarvatn.
Setti dótið í herbergið, fékk mér aðeins að borða og svo var æfing kl. 20:00.
Hún var búin rúmlega 22:00 og þá tók við spjall, undirbúningur fyrir skemmtiatriðið, gleði og eldhúspartý sem ég yfirgaf um eittleytið og fór að sofa...
Vaknaði um 8 leytið á laugardeginum og svo var æfing kl 9 sem stóð til rúmlega 17:00 með matar og kaffihléum.
Þá tók við pása, ég lagði mig, fór í sturtu og skipti um föt og fór svo í hátíðarmatinn rétt fyrir 20:00. Það var fínasti matur, lambasteik og meðlæti, og svo tóku skemmtiatriðin við:-)
Sópraninn var með sápuóperu sem gerðist á elliheimili, strákarnir voru með skuggaleikhús og jólalög með breyttum texta og altinn var með vídjó þar sem við sungum gamalt diskólag með breyttum texta og sýndum myndir af kjánalátum og dansi:-)
Eftir matinn, kaffið og skemmtiatriðin tók við frábært dansiball sem stóð til rúmlega 3 um nóttina og ég var með þeim síðustu eftir á dansgólfinu, dansaði þar til tónlistin hætti og ljósin voru kveikt, meiriháttar gaman og mikið stuð og stemming:-)
fór að sofa um 4 leytið, þreytt og sveitt eftir mikla danshreyfingu og glöð eftir frábæran dag í góðra vina hópi:-)
Vaknaði rúmlega 10, tók mig til og fór um hádegið í bæinn:-)
Var pínu þunn og þreytt á sunndeginum og tók því rólega hér heima...
Um síðustu helgi komu strákarnir í pössun og gistingu:-)
Þeir komu seinnipartinn á laugardaginn, við spiluðum, horfðum á vídjó og áttum góða stund saman:-)
Vöknuðum snemma á sunnudeginum og tókum því rólega fram eftir degi þar til Jói kom og sótti þá....
Það gengur vel í vinnunni, svolítið meira álag að vera að kenna og það hefur líka hefur verið mikið um veikindi, svo ég hef tekið dálítið af forfallakennslu, en það er gaman að prófa kennsluna, hvað sem svo verður í framtíðinni, hugsa samt að ég haldi áfram að vera stuðningsfulltrúi frekar en umsjónarkennari:-)
Fór í klippingu og litun í gær eftir vinnu og er bara í letistuði í dag, enda gott og nauðsynlegt að hvíla sig stundum um helgar eftir langa og erfiða vinnuviku:-)
Nóg af viðburðum framundan næstu vikur, en læt þetta nægja í bili...
Eigið góða helgi..
Sandra lata