Sunday, March 03, 2019

Tíminn

líður hratt og það er bara komin mars...

Gunnar Aðalsteinn varð 9. ára þann 11. febrúar og við héldum upp á afmælið sunnudaginn 10. feb.
Jói, Gunnar, Birgir, ég og Gunni fórum á Eldsmiðjuna og fengum okkur pizzu og svo var haldið í Ásgarðinn þar sem strákarnir opnuðu pakkana og svo komu Björn, Heiða og krakkarnir þeirra í smá kaffiboð og áttum við góða stund saman:-)




Föstudaginn 15. feb fór ég í skemmtilegt kórpartý, við dönsuðum, sungum, fífluðumst og áttum góða stund saman:-)

Sunnudaginn 17. febrúar fór ég í 4 ára afmæli hjá Arnari Geir sem er sonur Heiðar vinkonu minnar:-)

Síðastliðinn föstudag fór ég í vídjókvöld til Heiðar, við fengum okkur pizzu , kjöftuðum og horfðum á grínmynd:-)

Í gær átti ég skemmtilegan dag með altstelpunum í kórnum, þar sem við vorum að taka upp skemmtiatriðið okkar fyrir árshátíðina:-)

Við tókum upp sönglag, fórum í ísbúðina, tókum myndir og vídjó af okkur að fíflast úti og áttum góða stund saman:-)

Það urðu óvæntar tímabundnar breytingar hjá mér í vinnunni um daginn.
Annar kennarinn í 1. bekk þurfti að fara í aðgerð og verður í leyfi allavega fram að páskum.
Hinn kennarinn stakk upp á því við skólastjórann að ég leysti hana af, þar sem ég er með réttindi og hef unnið mikið með báðum þessum kennurum bæði í fyrra og núna.
Skólastjórinn spurði mig hvort ég væri til í þetta og ég sagði já, afhverju ekki að prófa:-)

Svo nú er ég kennari í 1. bekk (ekki samt umsjónarkennari) og vinn líka í frístundinni. Þetta er ágætis reynsla og tilbreyting og kennslan gengur bara vel:-)
 Samkennarinn er frábær ( og þær báðar sem kenna í 1. bekk), reynslumikil og sér að mestu leyti um undirbúning, innlagnir og samskipti við foreldra, þannig var samningurinn á milli okkar og stjórans...

Jamm svona er nú lífið  í sveitinni...