Thursday, December 31, 2015

jæja

þá er enn eitt árið að renna sitt skeið..

Árið 2015 var viðburðarríkt og tilfinningaríkt og margt sem á dagana dreif hjá mér og fólkinu í kringum mig, stórir og litlir viðburðir, veikindi, flutningar, dauðsföll og fæðingar, gleði og sorg og allt þar á milli...

Ætla að rifja upp nokkur atriði sem ég man eftir í augnablikinu:-)

Gunnar Aðalsteinn átti 5 ára stórafmæli þann 11. febrúar og var haldið upp á það með pompi og prakt tvisvar sinnum:-)
Fórum út að borða með afmælisprinsinum 11. febrúar og svo var afmælisveisla í Hæðargarðinum 14. febrúar...

Heiður vinkona mín eignaðist sitt fyrsta barn þann 3. febrúar eftir langa og erfiða fæðingu sem endaði með keisara...
það var lítill drengur sem braggast vel og er nú orðin 10 mánaða stór og flottur piltur:-)
Fór í heimaskírn hjá þeim þann 12. apríl...

Bubbi og Monika komu í heimsókn frá Svíþjóð um páskana,  langt síðan ég hafði hitt Bubba og var að hitta Moniku í fyrsta skipti:-)

Dúdda amma á Ísó lést  3. apríl á föstudaginn langa ..
Ég flaug til Ísafjarðar að morgni 10. apríl, fór í kistulagningu, jarðarför og erfidrykku og hitti mikið af ættingum í föðurfjölskyldunni sem ég hafði ekki séð í mörg ár..
Þetta var erfiður en góður dagur og mikið af tilfinningum sem komu fram.. Flaug svo heim um kvöldið...

Fór í fermingarveislu á Selfossi hjá Þóru Rán dóttur Bryndísar vinkonu minnar 10. maí, já maður er að verða gamall:-)

Á kvennafrídaginn 19. júní kíktum við mamma í bæinn, fengum okkur að borða og skoðuðum sýningu á Sjóminjasafninu:-)

Fór í ferðalag til Vestfjarða þann 14. júlí með Jóa, Gunnari og mömmu:-)
Keyrðum til Barðastrandar, gistum í Litluhlíð, Jói og mamma fóru suður með Baldri 15. júlí, en Gunni kom frá Flateyri og náði í mig og Gunnar Aðalstein, við keyrðum til Flateyrar, gistum hjá Valla, fórum á sjóinn og keyrðum svo til Reykjavíkur 16. júlí:-)

Að kvöldi dags 16. júlí kom svo Birgir Hafsteinn Jóhannsson í heiminn, stór, fallegur og yndislegur drengur :-)

Þann 25. júlí hitt ég Sif systur mína sem var í nokkra daga heimsókn á Fróni, við fórum í bæinn og áttum góðan og skemmtilegan dag saman:-)

Um verslunarmannahelgina fórum ég, Gunni og Jói bróðir í smá ævintýraferðalag um Uxahryggi og Haukadalsheiði...Þar keyrðum við á jeppamalarvegi í fallegu landslagi, sáum m.a. Langjökul, Skjaldbreið, Jarlahettur og Hlöðufell:-)

Ég byrjaði aftur í kór í haust eftir nokkra ára hlé og líst vel á,  bara gaman og gott að hittast einu sinni í viku og syngja í fínum félagsskap:-)

Þriðjudaginn 8. des átti ég skemmtilega samverusöngstund með gamla kórnum mínum heima hjá Sigvalda kórstjóra:-)
Hef ekki hitt þau í langan tíma, en þetta er hefð sem komst á fyrir nokkrum árum, að hittast í desember og syngja saman jólalögin...

Þann 13. des var Birgir Hafsteinn skírður, athöfnin tókst vel og svo var fínasta veisla á eftir..

Á aðfangadag var matarboð hjá Jóa og Láru, fínasti matur og samverustund með fjölskyldunni, við vorum 9 manns í þetta skiptið. Gunnar Aðalsteinn var spenntur fyrir pökkunum og þetta voru fyrstu jólin hans Birgis, sem tók því bara rólega, gaman að fylgjast með þessum krílum á jólum:-)
Ég fékk flottar og kózý gjafir; náttföt, sokka, handklæði, kaffibolla, pening, konfekt, tvær bækur, grjónapoka til hita og setja á axlirnar, sápu, krem, baðolíu og loftljós; kærar þakkir fyrir mig:-)
Einnig fékk ég mörg myndakort sem er alltaf skemmtilegt:-)

Jói afi minn flutti á elliheimili í sumar og því var húsið þeirra Kollýar ömmu í Logafoldinni sett á sölu..
Húsið var selt núna fyrir jólin og því var síðasta jólaboðið í Logafoldinni haldið núna á jóladag...
En það var gaman að við skyldum ná að halda boðið þar í ár því þetta var í þrítugasta skipti sem það er haldið:-)

Já, þetta var það helsta sem ég man eftir, en árið var fullt af öðrum atburðum og samverustundum með vinum og fjölskyldu, s.s. saumaklúbbum, gönguferðum, Kvennahlaupinu, bíóferðum, kaffihúsahangsi, afmælum, leikhúsferð með Gunnari Aðalsteini, tónleikum, Reykjavíkurmaraþoninu þar sem ég hljóp fyrir FAAS, óvissuferð og jólamat með vinnunni, bæjarhátíð í Mosó, 17. júní hátíð og margt fleira:-)

Rólegheit í kvöld, borða góðan mat, horfa á sjónvarpið og fylgjast með flugeldasýningu út um gluggann:-)
Á morgun verður svo nóg um að vera; ég á nefnilega 10 ára Gohonzon afmæli á morgun og ætla að fara á nýárshátíð búddista og svo koma Jói, Lára, Gunnar og Birgir  í mat annaðkvöld:-)

Læt þetta nægja í bili..

Takk fyrir árið sem er að líða.:-)
Vona að þið eigið frábært ár framundan sem verður fullt af gæfu, góðri heilsu, farsæld, hamingju, gleði og góðum samverustundum:-)

Eigið gott kvöld, borðið á ykkur gat og passið ykkur á flugeldunum:-)

Tuesday, December 15, 2015

desember

er búin með meirihluta af jólaundirbúningi, búin að senda jólakort og pakka til vina og ættingja, fara í nokkra jólasaumaklúbba,  kaupa flest allar gjafirnar og baka 2 sortir sem er eiginlega búið að borða upp til agna:-)

Á morgun ætla ég að kíkja í jólakaffi til vinkonu minnar, á fimmtudag er klipping og á mánudagskvöldið eru litlu jól hjá einum af vinkonuhópnum mínum og svo um helgina verður loksins tími til að setja upp jólatréð:-)

Birgir Hafsteinn Jóhannsson var skírður síðastliðinn sunnudag:-)
Athöfnin og veislan gengu vel, við mættum í barnamessu í Bústaðarkirkju þar sem var margt á dagskrá, skírn, helgileikur og söngur..
Gunnar Aðalsteinn stóð sig vel, fékk að kveikja á aðventukertunum og var þægur á meðan á skírnarathöfninni stóð:-)

Síðan fóru gestirnir í veislu sem var haldin heima hjá foreldrum Láru, fengum súpu, brauð, köku og kaffi.:-)

Á morgun er jólaball í leikskólanum, dansað í kringum jólatréð og svo koma jólasveinar, gleði og gaman og í hádeginu fáum við jólamat;  hangikjöt og meðlæti og ís í eftirrétt:-)

Já svona er nú aðventan hjá mér þetta árið:-)

Farið varlega í umferðinni og ekki týnast í mannfjöldanum í búðarrápinu:-)
Hafið það notalegt og eigið góða daga...