Tuesday, December 15, 2015

desember

er búin með meirihluta af jólaundirbúningi, búin að senda jólakort og pakka til vina og ættingja, fara í nokkra jólasaumaklúbba,  kaupa flest allar gjafirnar og baka 2 sortir sem er eiginlega búið að borða upp til agna:-)

Á morgun ætla ég að kíkja í jólakaffi til vinkonu minnar, á fimmtudag er klipping og á mánudagskvöldið eru litlu jól hjá einum af vinkonuhópnum mínum og svo um helgina verður loksins tími til að setja upp jólatréð:-)

Birgir Hafsteinn Jóhannsson var skírður síðastliðinn sunnudag:-)
Athöfnin og veislan gengu vel, við mættum í barnamessu í Bústaðarkirkju þar sem var margt á dagskrá, skírn, helgileikur og söngur..
Gunnar Aðalsteinn stóð sig vel, fékk að kveikja á aðventukertunum og var þægur á meðan á skírnarathöfninni stóð:-)

Síðan fóru gestirnir í veislu sem var haldin heima hjá foreldrum Láru, fengum súpu, brauð, köku og kaffi.:-)

Á morgun er jólaball í leikskólanum, dansað í kringum jólatréð og svo koma jólasveinar, gleði og gaman og í hádeginu fáum við jólamat;  hangikjöt og meðlæti og ís í eftirrétt:-)

Já svona er nú aðventan hjá mér þetta árið:-)

Farið varlega í umferðinni og ekki týnast í mannfjöldanum í búðarrápinu:-)
Hafið það notalegt og eigið góða daga...