Saturday, August 08, 2015

vikan

búin að vera frekar róleg og góð, hef verið dugleg í leikfimi, farið í gönguferðir og út að skokka:-)
Fór og náði í bolinn frá FAAS, félaginu sem ég styð þetta árið í 10 km hlaupinu, þeir voru svo sætir að gefa mér flottan fjólubláan bol sem ég mun hlaupa í :-)

Fór á  Mission: Impossible – Rogue Nation um daginn með Jóa og Gunna, fínasta hasarmynd, mæli með henni:-)

Fer til tannsa á mánudaginn og svo er bara vinna á þriðjudaginn, fríið bara að klárast;-/

Mikið um að vera í dag og hér koma nokkar hamingjuóskir tengdar deginum...

Sendi Edda og Eydísi hamingjuóskir með brúðkaupsdaginn þeirra í dag:-)

Heiður vinkona mín er 40 ára í dag og vil ég senda henni innilega afmæliskveðju, er að fara í afmæli til hennar seinnipartinn:-) 

Önnur afmælisbörn dagsins fá líka kveðjur, þá sérstaklega Anna Lilja og Símon Olsen:-)

 Að lokum vil ég senda öllum sem eru svona og hinsegin og einhvernveginn gleðikveðjur í tilefni dagsins:-)

Nóg í bili, eigið góða helgi, njótið dagins og skemmtið ykkur fallega:-)
Risaknús...
Sandra

Monday, August 03, 2015

Verslunarmannahelgin

Á fimmtudag og föstudag kíkti ég á útsölur í Kringlunni og Smáralind, fann peysur, buxur, boli, kjól, baðsápur og eitthvað fleira dót...

Á laugardaginn fórum við mamma í fínustu bílferð um Borgarfjörð..
Lögðum af stað rúmlega eitt, keyrðum til Hvanneyrar, skoðuðum Ullarsafnið og Landbúnaðarsafnið og settumst svo niður á notalega kaffihúsinu Skemman og fengum okkur kaffi og góðar þykkar belgískar vöfflur:-)
Eftir matinn keyrðum við áfram, stoppuðum í verslun á Kleppjárnsreykjum og héldum svo áfram ferðinni til Reykholts. Þar stoppaðum við augnablik til að taka myndir og snerum svo við til Reykjavíkur. Komum við á kaffihúsi í Borgarnesi og komum í bæinn rúmlega sex, ánægðar með skemmtilegan dag:-)

Í gær fór ég í smá ævintýrabílferð með Gunna og Jóa..
Lögðum af stað rúmlega eitt, keyrðum framhjá Þingvöllum, beygðum inn á veg sem liggur um Uxahryggi og beygðum útaf þeim vegi við skilti sem stendur Haukadalsheiði...
Þar keyrðum við á jeppamalarvegi í fallegu landslagi, sáum m.a. Langjökul, Skjaldbreið, Jarlahettur og Hlöðufell sem gnæfði yfir allt:-)
Beygðum við skilti sem stendur á Laugarvatn og liggur til austurs undir Hlöðufell en þurftum að snúa við eftir langan spotta þar sem vegurinn varð of mikil torfæra.;-)
Keyrðum til baka og fórum aðra leið og komum upp að þjóðveginum rétt við Gullfoss...
Héldum áfram á Laugarvatn, fórum Lyngdalsheiðina og kíktum við í sumarbústaðnum á Þingvöllum þar sem Lára, mamma hennar og litlu frændur mínir voru í rólegheitum. Grilluðum hamborgara og komum í bæinn rúmlega átta, lúin og ánægð með skemmtilegt ferðalag:-)

Letidagur í dag, ætla samt aðeins að kíkja í ræktina, þarf að hreyfa mig og lyfta svolítið:-)

Nóg í dag, farið varlega í umferðinni og eigið góða viku framundan...