vikan
búin að vera frekar róleg og góð, hef verið dugleg í leikfimi, farið í gönguferðir og út að skokka:-)
Fór og náði í bolinn frá FAAS, félaginu sem ég styð þetta árið í 10 km hlaupinu, þeir voru svo sætir að gefa mér flottan fjólubláan bol sem ég mun hlaupa í :-)
Fór á Mission: Impossible – Rogue Nation um daginn með Jóa og Gunna, fínasta hasarmynd, mæli með henni:-)
Fer til tannsa á mánudaginn og svo er bara vinna á þriðjudaginn, fríið bara að klárast;-/
Mikið um að vera í dag og hér koma nokkar hamingjuóskir tengdar deginum...
Sendi Edda og Eydísi hamingjuóskir með brúðkaupsdaginn þeirra í dag:-)
Heiður vinkona mín er 40 ára í dag og vil ég senda henni innilega afmæliskveðju, er að fara í afmæli til hennar seinnipartinn:-)
Önnur afmælisbörn dagsins fá líka kveðjur, þá sérstaklega Anna Lilja og Símon Olsen:-)
Að lokum vil ég senda öllum sem eru svona og hinsegin og einhvernveginn gleðikveðjur í tilefni dagsins:-)
Nóg í bili, eigið góða helgi, njótið dagins og skemmtið ykkur fallega:-)
Risaknús...
Sandra