Verslunarmannahelgin
Á fimmtudag og föstudag kíkti ég á útsölur í Kringlunni og Smáralind, fann peysur, buxur, boli, kjól, baðsápur og eitthvað fleira dót...
Á laugardaginn fórum við mamma í fínustu bílferð um Borgarfjörð..
Lögðum af stað rúmlega eitt, keyrðum til Hvanneyrar, skoðuðum Ullarsafnið og Landbúnaðarsafnið og settumst svo niður á notalega kaffihúsinu Skemman og fengum okkur kaffi og góðar þykkar belgískar vöfflur:-)
Eftir matinn keyrðum við áfram, stoppuðum í verslun á Kleppjárnsreykjum og héldum svo áfram ferðinni til Reykholts. Þar stoppaðum við augnablik til að taka myndir og snerum svo við til Reykjavíkur. Komum við á kaffihúsi í Borgarnesi og komum í bæinn rúmlega sex, ánægðar með skemmtilegan dag:-)
Í gær fór ég í smá ævintýrabílferð með Gunna og Jóa..
Lögðum af stað rúmlega eitt, keyrðum framhjá Þingvöllum, beygðum inn á veg sem liggur um Uxahryggi og beygðum útaf þeim vegi við skilti sem stendur Haukadalsheiði...
Þar keyrðum við á jeppamalarvegi í fallegu landslagi, sáum m.a. Langjökul, Skjaldbreið, Jarlahettur og Hlöðufell sem gnæfði yfir allt:-)
Beygðum við skilti sem stendur á Laugarvatn og liggur til austurs undir Hlöðufell en þurftum að snúa við eftir langan spotta þar sem vegurinn varð of mikil torfæra.;-)
Keyrðum til baka og fórum aðra leið og komum upp að þjóðveginum rétt við Gullfoss...
Héldum áfram á Laugarvatn, fórum Lyngdalsheiðina og kíktum við í sumarbústaðnum á Þingvöllum þar sem Lára, mamma hennar og litlu frændur mínir voru í rólegheitum. Grilluðum hamborgara og komum í bæinn rúmlega átta, lúin og ánægð með skemmtilegt ferðalag:-)
Letidagur í dag, ætla samt aðeins að kíkja í ræktina, þarf að hreyfa mig og lyfta svolítið:-)
Nóg í dag, farið varlega í umferðinni og eigið góða viku framundan...
<< Home