Saturday, July 20, 2013

er

búin að vera í sumarfríi í 10 daga og hef gert ýmislegt skemmtilegt með fjölskyldu og vinum:-)
Fyrsta daginn í sumarfríi var ég að útrétta og dunda mér, fór á bókasafnið, í kaffi til mömmu og eitthvað fleira.
Annan daginn hittumst við Heiður vinkona niðri í bæ, það var þungskýjað þegar við hittumst, við fórum og fengum okkur hádegismat á Borginni og gengum svo yfir á Kaffi París. Þegar við komum þangað lét sólin þessi elska sjá sig og því settumst við úti við borð, fengum okkur kaffi, spjölluðum og sátum í sólbaði:-)
Röltum svo aðeins á Laugaveginum og fórum í bíó um kvöldið..

Ég hélt 2 sinnum upp á afmælið mitt; hjartans þakkir fyrir skemmtilegt, gott og notalegt afmæli og fyrir gjafirnar elsku krúttin mín:-)
Vil líka þakka fyrir allar kveðjurnar og símtölin sem ég fékk á afmælisdaginn;-)

Föstudagskvöldið 12. júlí fór ég með vinkonum mínum þeim Gyðu, Guðrúnu og Heiði í diskókeilu í Egilshöll, við fengum okkur í glas og spiluðum keilu með miklum glæsibrag :-)


Þegar leiknum var lokið settumst við í sófa, fengum okkur aðeins meira að drekka, hlógum mikið og kjöftuðum í góða stund. Þegar klukkan nálgaðist miðnætti fóru Gyða og Guðrún heim, en við Heiður kíktum aðeins í bæinn, fórum á kaffihús og svo á diskótek, dilluðum okkur og dönsuðum:-)

Tók því rólega á laugardaginn í þynnku og hangsi og svo horfðum við Mosóbúarnir á góða vidjómynd um kvöldið..

Á afmælisdaginn minn svaf ég út, fór í góðan göngutúr og fór svo með mömmu, Jóa, Gunnari frænda og Gunna út að borða á Aski, fórum á steikarhlaðborð, borðuðum mikið af allskyns góðum mat, tókum okkur góðan tíma, spjölluðum, hlógum og höfðum það notalegt;-)
Eftir matinn fórum við heim til Jóa, horfðum á vidjó og hvíldum útfyllta maga:-)


Á þriðjudaginn kíkti ég í búðir á Laugaveginum, renndi síðan eftir Jóa bróðir til að kaupa rimlagardínur sem var afmælisgjöf ;-)
Fór svo út að borða og í bíó með Heiði um kvöldið;-)

Á miðvikudaginn vaknaði ég í sól, hugsaði hvað ég ætti að gera í góða veðrinu og fyrir valinu var gönguferð á Esjuna, langt síðan ég hef farið upp að Steini sem og ég gerði þennan dag, var frekar ánægð með mig þegar ég var komin niður aftur sveitt og þreytt eftir dálitla erfiða og frábæra göngu:-)
 Mamma kom um kvöldið og við áttum notalega kvöldstund, borðuðum pizzu, töluðum saman, hlógum og horfðum á grínmyndina Larry Crowne;-) mæli með þessari mynd..

Fimmtudagurinn fór í búðarráp í Kringlunni, Jói minn kom og setti upp gardínurnar og svo fór ég í Hæðargarðinn og passaði Gunnar sæta frænda í smástund:-)

Í gær komu vinkonur mínar; Kristín Rós, Guðrún og Gyða í kaffi og kjafting, gaman að hitta þær, langt síðan ég hef hitt Kristínu, hlógum, spjölluðum, borðuðum kökur og nammi og áttum góða og skemmtilega samverustund:-)
 Í gærkvöldi kom Heiður í smá kaffisopa, var að kveðja hana fyrir Spánarferðina sem stendur fram í ágúst;-)

Já, það er búið að vera mikið gaman og nóg um að vera;-)

Myndir frá vikunni má sjá á myndasíðunni hér til hliðar;-)

Jæja, læt þetta nægja í bili, vona að þið eigið góða helgi og njótið hvers dags þó sumarið og veðrið sé eitthvað að stríða okkur þessa dagana:-)

Risaknús..
Sandra sumarbarn....

Friday, July 05, 2013

Framhald

af síðustu færslu. Við fórum á hátíðarhöldin í Mosó á 17. júní, hittum Jóa, Láru og Gunnar, horfðum á keppni um sterkasta mann Íslands, gengum niður í Álafosskvos og fórum svo heim.
Föstudaginn 21. júní var fjörugt og flott grillpartý með vinnufélögum heima hjá skólastjóranum, góður matur, æsispennandi krikketkeppni, leikir, spjall og mikill hlátur:-)
 
Laugardaginn 22. júní náði ég í mömmu og við kíktum á kaffihús í góða veðrinu, sátum úti í sólbaði í c.a. 2 tíma, fengum okkur samloku og kaffi, kjöftuðum, horfðum á mannlífið og nutum lífsins:-)

Sunnudaginn 23. júní fórum ég og Gunni  í skemmtilega gönguferð nálægt Þingvöllum. Lagði bílnum hjá þjónustumiðstöðinni og löbbuðum í fögru umhverfi  skemmtilegan og pínu erfiðan göngustíg sem heitir Leiragata  að rústum bæjarins Hrauntún.


Leiðin er 1,8 km hvora leið svo þetta var fínasta æfing í sól og sumri, komum á staðinn og skoðuðum umhverfið, lögðumst í grasið og hvíldum smástund og gengum svo til baka, myndir má sjá á myndasíðunni:-) Komum sveitt og þreytt í þjónustumiðstöðina og fengum ís, keyrðum svo í bæinn, fengum okkur að borða og komum  heim seinnipartinn.
Ég var frekar þreytt en glöð eftir þetta ferðalag:-)

Vaknaði svo stirð næsta dag, tók því rólega, var í frí og fór svo að ná í hlaupagögnin seinnipartinn.
Tók í fyrsta skipti þátt í miðnæturhlaupinu/Jónsmessuhlaupinu sem var skemmtilegt og pínulítið erfitt því ég var með harðsperrur eftir gönguna:-)
Mætti um kl 21:00 niður í Skautahöll og hitti þar eina úr vinnunni sem ég hafði mælt mér mót við, fórum samferða af stað, hitti líka fleiri sem ég þekkti.
Það var fínt veður, þurrt og smá vindur..
Fór 5 km á 43 mínútum, frekar sátt þar sem þetta var í fyrsta skipti, þekkti ekki leiðina og var strið, en náði þó að taka sprett í markið:-)
Hitti svo Jóa bróður þegar ég var komin í mark, það var skemmtilegt og gaman að fá mynd af okkur saman á hlaupastaðnum:-)
Fór svo heim, þreytt, sveitt og ánægð með lífið, kom heim um 23:00, fór í sturtu og sofnaði eftir miðnætti. Svaf út næsta dag, ennþá í sumarfríi, fór í klippingu og tók því rólega..
Fór í vinnuna á miðvikudeginum og um kvöldið hitti ég vinkonur mínar í saumó, kafi, veitingar, spjall og hlátur:-)

Laugardaginn 29.júní hitti ég svo Hadda pabba, Helgu, Dúddu ömmu, Bigga frænda og Hönnu á kaffihúsi í Kringlunni. Við fengum okkur að borða, röltum svo um Kringluna, keyptum bakkelsi og fórum í kaffi  í íbúðina sem þau gistu í, mikið hlegið, gleði og gaman, góð og skemmtileg samverustund þann dag með föðurfjölskyldunni:-)


Á sunnudeginum fór ég aðeins að labba og klifra í Úlfarsfelli í sól og góðu veðri og tók því svo rólega það sem eftir var dags:-)

Þriðjudaginn 2. júlí var stelpukvöld. Hittumst á Ruby, fengum okkur að borða, spjall og gleði og fórum svo í bíó að sjá krúttlegu gamanmyndina Big Wedding:-)

Hef átt margar samverustundir með fjölskyldu og vinum undanfarið, gert nýja hluti og hitt fólk sem ég hef ekki séð lengi og tekið upp gamlan vinskap:-) t.d. átt góðar stundir með þeim Böggu, Valdísi og Ástu: sem ég hef hitt af og til í gegnum árin en er að kynnast betur og eyða fleiri stundum með, farið í bíó, út að borða og á kaffihús með þeim:-)

Læt þetta nægja í bili, óska ykkur góðra daga, vona að þið séuð hamingjusöm og heilbrigð og eigið notalegar og skemmtilegar stundir með fólkinu ykkar, það er svo mikilvægt að rækta vináttu og fjölskyldutengslin:-)
Stubbaknús..
Sandra