Friday, July 05, 2013

Framhald

af síðustu færslu. Við fórum á hátíðarhöldin í Mosó á 17. júní, hittum Jóa, Láru og Gunnar, horfðum á keppni um sterkasta mann Íslands, gengum niður í Álafosskvos og fórum svo heim.
Föstudaginn 21. júní var fjörugt og flott grillpartý með vinnufélögum heima hjá skólastjóranum, góður matur, æsispennandi krikketkeppni, leikir, spjall og mikill hlátur:-)
 
Laugardaginn 22. júní náði ég í mömmu og við kíktum á kaffihús í góða veðrinu, sátum úti í sólbaði í c.a. 2 tíma, fengum okkur samloku og kaffi, kjöftuðum, horfðum á mannlífið og nutum lífsins:-)

Sunnudaginn 23. júní fórum ég og Gunni  í skemmtilega gönguferð nálægt Þingvöllum. Lagði bílnum hjá þjónustumiðstöðinni og löbbuðum í fögru umhverfi  skemmtilegan og pínu erfiðan göngustíg sem heitir Leiragata  að rústum bæjarins Hrauntún.


Leiðin er 1,8 km hvora leið svo þetta var fínasta æfing í sól og sumri, komum á staðinn og skoðuðum umhverfið, lögðumst í grasið og hvíldum smástund og gengum svo til baka, myndir má sjá á myndasíðunni:-) Komum sveitt og þreytt í þjónustumiðstöðina og fengum ís, keyrðum svo í bæinn, fengum okkur að borða og komum  heim seinnipartinn.
Ég var frekar þreytt en glöð eftir þetta ferðalag:-)

Vaknaði svo stirð næsta dag, tók því rólega, var í frí og fór svo að ná í hlaupagögnin seinnipartinn.
Tók í fyrsta skipti þátt í miðnæturhlaupinu/Jónsmessuhlaupinu sem var skemmtilegt og pínulítið erfitt því ég var með harðsperrur eftir gönguna:-)
Mætti um kl 21:00 niður í Skautahöll og hitti þar eina úr vinnunni sem ég hafði mælt mér mót við, fórum samferða af stað, hitti líka fleiri sem ég þekkti.
Það var fínt veður, þurrt og smá vindur..
Fór 5 km á 43 mínútum, frekar sátt þar sem þetta var í fyrsta skipti, þekkti ekki leiðina og var strið, en náði þó að taka sprett í markið:-)
Hitti svo Jóa bróður þegar ég var komin í mark, það var skemmtilegt og gaman að fá mynd af okkur saman á hlaupastaðnum:-)
Fór svo heim, þreytt, sveitt og ánægð með lífið, kom heim um 23:00, fór í sturtu og sofnaði eftir miðnætti. Svaf út næsta dag, ennþá í sumarfríi, fór í klippingu og tók því rólega..
Fór í vinnuna á miðvikudeginum og um kvöldið hitti ég vinkonur mínar í saumó, kafi, veitingar, spjall og hlátur:-)

Laugardaginn 29.júní hitti ég svo Hadda pabba, Helgu, Dúddu ömmu, Bigga frænda og Hönnu á kaffihúsi í Kringlunni. Við fengum okkur að borða, röltum svo um Kringluna, keyptum bakkelsi og fórum í kaffi  í íbúðina sem þau gistu í, mikið hlegið, gleði og gaman, góð og skemmtileg samverustund þann dag með föðurfjölskyldunni:-)


Á sunnudeginum fór ég aðeins að labba og klifra í Úlfarsfelli í sól og góðu veðri og tók því svo rólega það sem eftir var dags:-)

Þriðjudaginn 2. júlí var stelpukvöld. Hittumst á Ruby, fengum okkur að borða, spjall og gleði og fórum svo í bíó að sjá krúttlegu gamanmyndina Big Wedding:-)

Hef átt margar samverustundir með fjölskyldu og vinum undanfarið, gert nýja hluti og hitt fólk sem ég hef ekki séð lengi og tekið upp gamlan vinskap:-) t.d. átt góðar stundir með þeim Böggu, Valdísi og Ástu: sem ég hef hitt af og til í gegnum árin en er að kynnast betur og eyða fleiri stundum með, farið í bíó, út að borða og á kaffihús með þeim:-)

Læt þetta nægja í bili, óska ykkur góðra daga, vona að þið séuð hamingjusöm og heilbrigð og eigið notalegar og skemmtilegar stundir með fólkinu ykkar, það er svo mikilvægt að rækta vináttu og fjölskyldutengslin:-)
Stubbaknús..
Sandra