lífið er bæði sorg og gleði..
Var að skoða Fésbókina eitt kvöldið um miðjan ágúst og sá þar fjöldatilkynningu um styrktarsjóð fyrir fjölskyldu sem átti mjög erfitt eftir að unga móðurin hafði látist af barnsförum stuttu áður.
Ég var ekki mikið að pæla í þessu til að byrja með en fékk svo næstum fyrir hjartað og ætlaði ekki að trúa þessu fyrst þegar ég sá nafn föðursins sem ég kannaðist við. Kom þá í ljós að unga konan var Hanna Lilja Valsdóttir sem kenndi með mér í 1. bekk í Foldaskóla. Ég lagði að sjálfsögðu strax inn á reikninginn og skrifaði kveðju inn á vegginn hennar.
Hanna Lilja var einstök kona, mjög lífsglöð, jákvæð, mikil fyrirmynd, yndisleg, góður og frábær kennari, hvetjandi, viðræðugóð og mikill stuðningur. Ég vil þakka henni hjartanlega fyrir allar samverustundirnar og samvinnuna á þessum stutta tíma sem við unnum saman og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni:-)
Það rifjaðist upp fyrir mér þegar við vorum að plana að fara saman á námskeið fyrir yngribarnakennara sem kenna ensku í Englandi sumarið 2009, við vorum komar með umsóknareyðublað og allt en svo varð ekkert af því, m.a. vegna þess að við tímdum ekki að eyða hluta af sumarfríinu í endurmenntun:-)
Svona er nú lífið, en fallegu og skemmtilegu minningarnar eyðast aldrei.
Ég sendi fjölskyldu og vinum Hönnu Lilju innilegar samúðaróskir.
En að öðrum fréttum og liðnum stundum:-)
Fimmtudaginn 18. ágúst fór ég í langt helgarfrí ekki vitandi hvenær ég kæmi aftur í vinnuna.
Ástæðan var sú að það var búið að boða verkfall leikskólakennara mánudaginn 22. ágúst. Það hafði slitnað upp úr öllum samningafundum og útlitið var ekki gott;=/
Föstudaginn 19. ágúst var ég í sumarfríi sem ég átti inni og fór m.a. í bæjarferð til að ná í hlaupadótið(bol, merki og fl) og að kaupa brúðkaupsgjöf:-)
og enn hafði slitnað upp úr samningafundi, en það var boðaður úrslitafundur daginn eftir.
Laugardagurinn 20 ágúst var langur, skemmtilegur, viðburðarríkur og flottur;-)
Ég vaknaði snemma í frábæru veðri, sól og sumri:-)
Ég fékk mér að borða, fór í sturtu, klæddi mig í hlaupagallann og fór svo niður í miðbæ þar sem samkomin voru fleiri þúsund manns, hlauparar, starfsfólk og áhorfendur.
Hlaupið gekk vel, mikil stemming og fjör, það var sól, hiti og lítill vindur svo ég varð rennsveitt og þakkaði fyrir að missa ekki gleraugun af mér á leiðinni:-)
ég kom í mark á harðaspretti á svipuðum tíma og í fyrra, glöð og ánægð með mig:-)
Svo fór ég heim, lagði mig, fór í sturtu, klæddi mig í spariföt, setti á mig nýja skartgripi sem ég hafði fengið í afmælisgjöf, fór að ná í mömmu og var rétt komin til hennar þegar ég frétti að samningar höfðu náðst og verkfalli var afstýrt;-)
Með þessar fréttir í farteskinu fórum við mamma í Háteigskirkju til að vera viðstaddar brúðkaup Védisar og Breka sem hófst rétt rúmlega 18:00:-)
Athöfnin var falleg, hjartnæm og glaðleg, grín inn á milli í ræðu prestsins og Ragnheiður Gröndal og Friðrik Dór sungu falleg og yndisleg lög.
Að athöfn lokinni var haldið í félagsheimili Fáks í Víðidal.
Þar var fjölmenn veisla(um 170 manns) þar sem var boðið upp á hamborgara, franskar og sósu, kaffi, bjór, gos, íspinna og köku, þægilegt, gott og einfalt:-)
Þetta er eitt af skemmtilegri brúðkaupum sem ég hef farið í, það var mikið hlegið, fyndar ræður og skemmtiatriði og svo var dansað langt fram á nótt í frábærri stemmingu undir tónum hljómsveitarinnar Sixties:-)
þar sem m.a. Védís og Breki tóku lagið með hljómsveitinni:-)
Við vorum með þeim seinustu að fara heim rétt fyrir klukkan 3 en fórum samt á undan brúðhjónunum:-)
Setti inn myndirnar úr brúðkaupinu inn á myndasíðuna:-)
Undanfarnir dagar hafa verið frekar rólegir, hef verið að vinna, farið á fundi og kyrjanir, farið í bíó og heimsóknir, horft á vídjó og margt fleira. Fór í smá gönguferð hálfa leið upp á Esju síðustu helgi, en annars verið löt við að hreyfa mig undanfarið..
Hef líka verið í einhverri "lægð", hálf löt og rútínuleg undanfarið, en það er allt á uppleið núna:-)
Það er líka farið að styttast í búddistanámskeiðið okkar sem verður haldið rétt hjá Borgarnesi í lok september, hlakka mikið til:-)
Þessi helgi var líka skemmtileg, fjölbreytt og yndisleg:-)
í gær var afslöppun og smá "dekur", tók daginn frá að mestu leyti fyrir mig, svaf út, tók því rólega fram yfir hádegi, fór svo í bæjarferð, keypti nalgalökk, kjól, bækur og fleira, kom við hjá mömmu á leiðinni heim, lagði mig og horfði svo á vídjó um kvöldið:-)
Í dag var líka stórskemmtilegur, merkilegur og yndislegur dagur:-)
Við Mosófólkið áttum góðar stundir með Gunnari Aðalsteini, fórum í morgun um kl. 10:00 að ná í hann, skelltum okkur svo í Húsdýragarðinn, þetta er nefnilega í fyrsta skipti sem við förum í ferð með litla manninn, svo þetta var hálfgert ævintýri:-)
Við sáum dýrin, fórum í Vísindatjaldið, fengum okkur að borða í kaffihúsinu, fórum í lestina og lékum okkur í leiktækjunum í Fjölskyldugarðinum:-)
Ég veit ekki hver skemmti sér best, en þetta var æðisleg upplifun, mikið að sjá og skoða, gott veður og ferðin gekk mjög vel, mikið hlegið og brosað:-)
Þvi miður gleymdi ég myndavélinni, hefði verið mjög gaman að eiga myndir frá ferðinni:-)
Svo fórum við heim í Mosó, horfðum á Hvell kappakstursbíl(DVD) og lékum okkur svo þangað til Jói og Lára komu seinnipartinn að sækja Gunnar:-)
Já, það er gaman að lifa og leika sér, vera með fjölskyldu og vinum, vinna með litlum krílum, fara á búddistafundi og kyrja, lofa lífið, vera jákvæð og bjartsýn, dansa, syngja, sjá fegurðina í kringum okkur og bara að vera til:-)
Þetta er komið gott í bili, er búin að skrifa mikið og er að fara að horfa á þáttinn Games of thrones núna sem ég má helst ekki missa af:-)
Hafið það sem allra best í komandi viku:-)
Sendi stubbaknús, kossa og jákvæða orku út í heiminn:-)