Saturday, September 17, 2011

sit

hér með dagatal og er að plana hvenær ég ætla að vera í valkyrjuábyrgð á laugardagsmorgun, fræðslufundum og kosen-rufu gongyo:-)

það er alltaf eitthvað um að vera, kaffihús á morgun með Kristínu vinkonu, víkinga- og valkyrjufundur annaðkvöld, búddistahverfisfundur á þriðjudagskvöld, klipping á miðvikudag, valkyrja á laugardaginn, kaffihús og bíóferð á laugardaginn og svo er búddistanámskeiðið eftir 2 vikur:-)

Ég er líka að taka að mér meiri verkefni í vinnunni, á að sjá um markvissa málörvun fyrir börn sem þurfa meiri stuðning í að tjá sig, auka orðaforða og æfa hlustun(eins og ég gerði í vor), það er einn hópur og svo eru tvítyngdu börnin annar hópur sem ég á líka að sjá um, kenna þeim íslensku, auka orðaforða og hjálpa þeim að tjá sig og svo er ég líka komin í umhverfisnefnd fyrir Grænfánann sem við erum að vinna í að fá:-)

Er annars pínu þunn og letileg í dag, fór í mjög skemmtilegt, fjörugt og hálf villt partý í gærkvöldi með vinnufélögum:-)
Mættum í heimahús um kl 21:00, allir komnir í stuð og léttir í lund;-)
það var sungið og dansað, lesið ljóð, farið í leiki og skipt um vinílplötur á plötuspilarum eftir stemmingu, hækkað í botn svo bassinn varð hærri en músikin og hátalarnir hálf sprungnir, ýtt við ljóskrónum, hoppað í sófanum, spjallað, fyllt á glasið, borðað, dillað sér, hlegið og grínast, trúnó úti á svölum, inni á klósetti og í eldhúspartínu og allir í stuði:-)
gaman að þessu, sérstaklega þar sem margir nýjir starfsmenn voru að byrja, þá var gaman að kynnast þeim betur og hrista hópinn saman, gamalt og nýtt starfsfólk:-)

vorum í partý til að verða 2 um nóttina, þá voru flestir farnir heim, við ætluðum nokkrar niður í bæ að dansa meira, en svo breyttust forsendur, sumir voru orðnir þreyttir og aðrir lasnir og því fórum við heim að sofa sem var líka bara notalegt, eftir skemmtilegan og gagnlegan starfsdag, langa vinnuviku og frábært partý:-)

Vona að allir eigi góða viku og rækti sál og líkama:-)

Vil enda á litlu gullkorni eftir Pam Brown um hlátur, gleði og vináttu:
" Megirðu njóta þess að hlæja
skyndilegum óstöðvandi hlátri,
að kútveltast og ráða ekki við þig;
njóta þess að flissa og fíflast með vinkonunum,
og hlæja græskulausum smitandi hlátri-
hvað sem öðrum finnst".
(Tekið úr bókinni; Hamingjan er gjöf, gjafabók frá Helen Exley)