Sunday, August 07, 2011

fór

í afmæli til Heiðar vinkonu í gærkvöldi.
Við fórum 8 dömur saman út að borða á Uno-ítalian sem er ágætis staður.
Sátum þar í tæplega 3 tíma og eftir spjall, hlátur, fínan mat og góðar stundir fórum við á bæjarrölt, hópurinn skiptist á leiðinni, kíktum á nokkra staði, en enduðum svo á Torvaldssen, ég, Guðrún og Heiður, þar sem við dilluðum okkur, dönsuðum, fífluðumst, tókum smá súlu og stóladans og höfðum mjög gaman af í tæpa 2 tíma-)
Mikið hlegið og mikið stuð:-)
Kærar þakkir fyrir kvöldið stúlkur:-)

Fer á búddistafund í dag og svo er bara vinna á morgun....
sumarfríið búið...

Hef farið mikið í bíó í sumar, fór á Captin America á föstudagskvöldið, ágætis mynd þar á ferð:-)

Svo er nóg framundan, vinna, fundir, bíó, maraþon, búddistanámskeið, brúðkaup, kyrjanir og margt fleira:-)

Óska ykkur góðrar viku og njótið þessa yndislega veðurs sem er núna:-)

sumarknús og kossar...
Sandra sumarbarn...

Enda á leiðsögn frá Ikeda forseta SGI..

5.ágúst

Við getum ekki byggt upp sterkan persónuleika ef við leyfum okkur að láta tilfallandi hrós eða ámæli hafa áhrif á okkur. „Ekki hafa áhyggjur af smávægilegri gagnrýni! Vertu stöðugt í nánum tengslum við vandaðar bækur og afbragðs fólk og bættu sjálfan þig!“ Þetta var sú trú sem Makiguchi og Toda lifðu sínu lífi eftir.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, August 01, 2011

er sumarfríið að verða búið, fljótt að líða þetta frí:-)
en ég hef haft nóg að gera, en samt líka slappað af, sofið út, vakað fram yfir miðnætti og haft það mjög gott:-)

ég hef farið út að hlaupa, fór t.d.6 km í fyrradag;-)
og æft mig fyrir 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni sem er 20 ágúst.
Sama dag er líka brúðkaup hjá Védísi frænku svo það verður nóg að gera þann daginn:-)

ég hef líka hitt vinkonur mínar, farið á kaffihús og heimsóknir, lesið, kyrjað, tekið til, hangið í tölvunni, farið í sund og leikfimi, horft á vídeó, farið í bíó, fór á Harry Potter og Horrible bosses, mæli með þeim báðum;-)

Og það er líka nóg framundan, útréttingar, klipping, afmæli, kaffihúsaferð, brúðkaup, bíóferð, maraþon, heimsóknir, kyrjanir, fundir..:-)

og svo kannski verkfall hjá leikskólakennurnum 22. ágúst eins og staðan er í dag;-/

Jamm, svona er nú lífið hjá kennara í sveitinni, allt í rólegheitum og góðu stuði:-)
læt þetta nægja í bili..
eigið góðar stundir og frábæra daga;-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda um æskuna:

19.júlí

Æskan er sannarlega undursamlegt fyrirbæri. Því er nú samt verr að þetta kunnum við oft ekki að meta á meðan við erum ung. Lífið rennur hratt hjá. Áður en við vitum af, erum við orðin gömul. Það er þess vegna sem við ættum á meðan við erum ung að vera eins athafnasöm og við mögulega getum. Frekar en að lifa lífi sem skilur ekki eftir minningar ættum við að lifa lífi sem er stútfullt af minningum - baráttum sem við tókumst á við og dásamlega fjölbreyttum reynslum. Að skilja ekki eftir neina sögu, að eldast bara og deyja er sorgleg leið til að lifa.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

1951: ungra kvenna deild stofnuð