Sunday, August 07, 2011

fór

í afmæli til Heiðar vinkonu í gærkvöldi.
Við fórum 8 dömur saman út að borða á Uno-ítalian sem er ágætis staður.
Sátum þar í tæplega 3 tíma og eftir spjall, hlátur, fínan mat og góðar stundir fórum við á bæjarrölt, hópurinn skiptist á leiðinni, kíktum á nokkra staði, en enduðum svo á Torvaldssen, ég, Guðrún og Heiður, þar sem við dilluðum okkur, dönsuðum, fífluðumst, tókum smá súlu og stóladans og höfðum mjög gaman af í tæpa 2 tíma-)
Mikið hlegið og mikið stuð:-)
Kærar þakkir fyrir kvöldið stúlkur:-)

Fer á búddistafund í dag og svo er bara vinna á morgun....
sumarfríið búið...

Hef farið mikið í bíó í sumar, fór á Captin America á föstudagskvöldið, ágætis mynd þar á ferð:-)

Svo er nóg framundan, vinna, fundir, bíó, maraþon, búddistanámskeið, brúðkaup, kyrjanir og margt fleira:-)

Óska ykkur góðrar viku og njótið þessa yndislega veðurs sem er núna:-)

sumarknús og kossar...
Sandra sumarbarn...

Enda á leiðsögn frá Ikeda forseta SGI..

5.ágúst

Við getum ekki byggt upp sterkan persónuleika ef við leyfum okkur að láta tilfallandi hrós eða ámæli hafa áhrif á okkur. „Ekki hafa áhyggjur af smávægilegri gagnrýni! Vertu stöðugt í nánum tengslum við vandaðar bækur og afbragðs fólk og bættu sjálfan þig!“ Þetta var sú trú sem Makiguchi og Toda lifðu sínu lífi eftir.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda