hef
fengið svo góðar og frábærar fréttir af sigrum, ávinningum, og velgengi fólks í kringum mig og samgleðst ég þeim mjög:-)
alltaf gaman og gott að heyra þegar fjölskyldumeðlimum og vinum gengur vel, sigrar í lífi sínu og líður vel:-)
Fór í heimsókn til Jóa, Láru og Gunnars litla sæta frænda í gær:-)
Gunnar Aðalsteinn var sofandi þegar ég kom, svo við "fullorðna fólkið" töluðum saman og fengum okkur brauð og kaffi, en svo vaknaði frændi, fékk sér að drekka og svo áttum við ágætis stund saman:-)
"Gamla frænka" fékk náttúrulega að halda á honum og svona:-)
Takk kærlega fyrir mig:-)
Er núna í ritgerðarstuði og gengur vel, ætla svo kannski að kíkja til mömmu í kvöld:-)
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
11.apríl
Svo lengi sem trúarandi okkar er tengdur við Gohonzon, munu ávinningar okkar aldrei hverfa. Þessvegna er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að vera stöðug í búddískri iðkunn okkar út lífið, alveg sama hvað, jafnvel þótt suma daga sé líkamlegt ástand okkar eða aðrar aðstæður þannig að við getum ekki gert gongjó eins og við hefðum viljað. Þeir sem halda áfram að takast á við sjálfa sig allt til enda munu uppskera algjöran sigur.
Þýtt úr bókinni: For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda