hugsun
Er að vinna verkefni úr bókinni Hugsun og Menntun eftir kennismiðinn John Dewey. Við eigum að skila þessu verkefni í næstu viku og svo halda fyrirlestur um sama efni í þarnæstu viku:-)
Vinnan við verkefnið gengur ágætlega en þó er stundum erfitt að koma sér að verki:-)
Svo ætlum við vinkonurnar að fara í bíó í kvöld og á morgun byrja ég daginn á að vakna snemma, fara í ábyrgð, vera valkyrja á Kosen- rufu gongyo og að því loknu fer ég til Heiðar vinkonu minnar og stefnum við á að vera duglegar að halda áfram með verkefnið:-)
Jamm, nóg um að vera:-)
Ég er sátt og glöð í nýju vinnunni minni á leikskólanum og líkar vel þar, er svona flakkari innanhúss og fæ að vinna á öllum fjórum deildunum með börnum frá 1-6 ára:-)
Þegar ég sit hér við tölvuna og reyni að koma mér að verki flakkar hugurinn fram og aftur og margt sem ég að hugsa um, bæði í fortíð, nútíð og framtíð:-)
Það rijaðist upp fyrir mér hvað ég hef verið lánsöm í gegnum tíðina að fá að vinna margskonar störf og safnað í reynslubankann, því ég held að það sé ekki svo auðvelt fyrir ungt fólk í dag að fá vinnu og reyna sig í ýmiskonar störfum..
Vil ég setja þessi störf mín á blað hér fyrir sjálfan mig í dagbókina svo ég hafi þetta niðurskrifað:-)
Ekki þó í réttri röð:
Umsjónarkennari í grunnskólum, leikskólaleiðbeinandi, pizzasendill, kassadama í stórmarkaði, starfsmaður í sjoppu, unnið í saltfiskvinnslu og ferskfiskvinnslu, verið stuðningsfulltrúi á sambýlum fyrir fjölfötluð og einhverf ungmenni, unnið við póstflokkun, verið húsvörður og unnið við ræstingar, barnfóstra, starfsmaður í eldhúsi á dvalarheimili aldraða, borið út og selt blöð, unnið í bæjar- og unglingavinnu við smíðar, gróðursetningu og málningarvinnu, starfað við framkvæmd kosninga:-)
Man ekki eftir fleiru í bili;-)
Vona að þið eigið góða helgi, gangið hægt um gleðinnar dyr, njótið samveru hvers annars og séuð hamingjusöm:-)
Bangsaknús..
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra sæta..
Gef Ikeda orðið:
27.október
Hvort við lítum á erfiðleika í lífinu sem ógæfu eða hvort við lítum á þá sem gæfu veltur algjörlega á því hversu mikið við höfum mótað okkar innri ákvörðun. Það veltur allt á viðhorfi okkar eða innra lífsástandi. Með óbuguðum anda, getum við notið lífsins út í gegn. Við getum mótað “sjálf” þvílíkrar hugprýði að við getum hlakkað til mótlætis og þrauta lífsins af djúpstæðu stolti og gleði: “Komið hindranir! Ég hef beðið eftir ykkur! Þetta er tækifærið sem ég hef beðið eftir!”
Whether we regard difficulties in life as misfortunes or whether we view them as good fortune depends entirely on how much we have forged our inner determination. It all depends on our attitude or inner state of life. With a dauntless spirit, we can lead a cheerful and thoroughly enjoyable life. We can develop a "self" of such fortitude that we can look forward to life's trials and tribulations with a sense of profound elation and joy: "Come on obstacles! I've been expecting you! This is the chance that I've been waiting for!"
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda