Saturday, November 26, 2005

Hæ hæ allir

allt gott að frétta af mér. Er í góðu jafnvægi og háu lífsástandi sem er alveg frábært;-)Mér líður mjög vel og það er æðisleg tilfinning, enda hefur það áhrif á öll svið lífs míns.
Búið að vera mikið að gerast, nokkrar yfirstíganlegar hindrarnir búnar að koma og stórir óvæntir ávinningar komu fram:-) Eftir einn þeirra fékk ég spennufall og þá fyrst áttaði ég mig á því hvað það mál hafði farið djúpt í sál mína.

hvað hefur á dag mína drifið síðan ég skrifaði seinast?
Byrjum á ráðstefnunni sem við í SGI undirbjuggum og settum upp í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 19. nóvember síðastliðinn. Yfirskriftin var "Hvað getur ungt fólk lagt að mörkum til mannréttinda og friðarmála á 21. öldinni sem einstaklingar?“ Það var ýmsum samtökum, hreyfingum og einstaklingum sem vilja stuðla að heimsfriði, mannréttindum, vinna gegn fordómum og vinna út frá þeirri hugsjón boðið á ráðstefnuna til að halda erindi og setja upp sýningarbása. m.a. Rauði krossinn, UNICEF, Samtökin ´78, Blátt áfram og fleiri. Einnig voru ýmiskonar atriði í boði s.s. tónlist, ljóðalestur og fleira. Dagurinn tókst vel og flestallt gekk upp, en það voru þó nokkrir hnökrar eins og við er að búast þegar svona ráðstefna er sett upp. Það hefðu miklu fleiri mátt koma en þeir rúmlega 100 einstaklingar sem komu til okkar eiga þakkir skildar:-) ég var a.m.k. mjög ánægð með daginn og kvöldið:-)

Vinnan mín er æðisleg og það er gaman hjá okkur í skólanum. Við héldum vel heppnað bekkjarkvöld um daginn, krakkarnir stóðu sig frábærlega í söngnum og sýningunni og nemendur, foreldrar,aðrir ættingjar og kennarar skemmtu sér vel og allir voru mjög ánægðir með kvöldið:-), þessir krakkar eru snillingar og eiga allt það hrós skilið sem þau hafa fengið;-)

Nú fer að líða að jólum og í tilefni þess var ég að dunda mér í dag við að föndra jólakort, eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár:-) ég skemmti mér konunglega við þessa iðju, komst meira að segja í smá stemmtingu, með kveikt á kertum og jólatónlist á fullu. jamm, þetta var sko föndur,með klippimyndum, kartoni, límmiðum, gullpenna og öllum græjum. þið ykkar sem fáið kort frá mér, ég vandaði mig sko og var með hugann hjá ykkur og kannski hægt að segja að þetta sé sýnishorn af því sem ég hef lært í vinunni í vetur, klippimyndirnar eru sko eftir mig, en ekki nemendur mína:-)), ég er sko með glottið núna og hlátur í hug þegar ég skrifa þetta;-)
Gaman að dunda svona persónulegt og öðruvísi. Pakkaði líka inn jólagjöfunum til vina og ættingja í útlöndum, sendi þá fljótlega af stað:-)
Segjum þetta gott í bili og eigið góða nótt.

Wednesday, November 09, 2005

jæja

er komin heim frá USA og er smám saman að tengja mig aftur við íslenska hversdagslífið.
Ferðin var alveg geggjuð;-) sé sko alls ekki eftir að hafa drifið mig með, enda hefði annað verið algjör vitleysa+

Í stuttu máli má lýsa dögunum einhvern veginn svona: Vaknað snemma á morgnana, farið í skólaheimsókn til rúmlega hádegis, farið upp á hótel og klárað skýrslu um skólann og drifið sig svo í verslunarleiðangur:-)
Verið í mollum og outlettum og Laugavegum fram á kvöld, stundum kíkt á röltið, að fá sér kaffisopa ( eða annað) og eitthvað að borða og svo beint í bælið;-)

Mjög gaman að koma í aðra skólamenningu og safna sér hugmyndum, fróðleik og reynslu. Skólarnir voru allir fróðlegir, mismunandi flottir, gamlir, nýjir, og annað þessháttar.
sem dæmi má nefna einn skólann sem ég fór í þar sem 20% nemenda voru hvítir, mjög sérstakt að sjá það.
í öðrum skóla voru engar skólastofur, og myndver þar sem nemendur sendu út morgunfréttir með öllu tilheyrandi á hverjum degi! mjög gaman að sjá það.

manaði mig upp í að fara í rússíbana í fyrsta skipti! og ekki einn heldur tvo, sem voru staðsettir inni í miðju Moll of a Amerika! Ekkert smá stór verlsunarmiðstöð það, á þrem hæðum og þó að ég hafi farið 3. sinnum í hana var ekki vinnandi vegur að skoða allar 500 og eitthvað verslanir og þjónustu sem var þar innandyra;-)

Keypti allveg fullt af allskyns dóti, fötum, bókum, kremum, skóladót, ilmvötnum, nammi, dvd og mörgu öðru, keypti allar jólagjafirnar;-) og labbaði með þetta allt í gegnum tollinn án þess að litið væri á mig;-)

Kom svo heim á sunnudagsmorgun, alveg búin á því , búin að vaka í marga tíma og þar að auki næturflug, reyndi samt að sofa í vélinni, tók rútuna í bæinn, gekk inn á BSÍ, desperat eftir kaffisopa og næstum völt á fótunum vegna þreytu, eins og bytta;-/
hlammaði mér niður við borð með þrjár töskur, og kaffibolla, og skömmu síðar kom Jói og keyrði mig heim, rak mig í bælið með það sama, ég svaf í 3-4 tíma, og tók svo til við að taka upp úr töskum, var fram á kvöld að dudda í því en kláraði það sem betur fer:-)
Já ég gæti haldið endalaust áfram en læt þetta nægja í bili.
Góðar stundir.
Sandra