jæja
er komin heim frá USA og er smám saman að tengja mig aftur við íslenska hversdagslífið.
Ferðin var alveg geggjuð;-) sé sko alls ekki eftir að hafa drifið mig með, enda hefði annað verið algjör vitleysa+
Í stuttu máli má lýsa dögunum einhvern veginn svona: Vaknað snemma á morgnana, farið í skólaheimsókn til rúmlega hádegis, farið upp á hótel og klárað skýrslu um skólann og drifið sig svo í verslunarleiðangur:-)
Verið í mollum og outlettum og Laugavegum fram á kvöld, stundum kíkt á röltið, að fá sér kaffisopa ( eða annað) og eitthvað að borða og svo beint í bælið;-)
Mjög gaman að koma í aðra skólamenningu og safna sér hugmyndum, fróðleik og reynslu. Skólarnir voru allir fróðlegir, mismunandi flottir, gamlir, nýjir, og annað þessháttar.
sem dæmi má nefna einn skólann sem ég fór í þar sem 20% nemenda voru hvítir, mjög sérstakt að sjá það.
í öðrum skóla voru engar skólastofur, og myndver þar sem nemendur sendu út morgunfréttir með öllu tilheyrandi á hverjum degi! mjög gaman að sjá það.
manaði mig upp í að fara í rússíbana í fyrsta skipti! og ekki einn heldur tvo, sem voru staðsettir inni í miðju Moll of a Amerika! Ekkert smá stór verlsunarmiðstöð það, á þrem hæðum og þó að ég hafi farið 3. sinnum í hana var ekki vinnandi vegur að skoða allar 500 og eitthvað verslanir og þjónustu sem var þar innandyra;-)
Keypti allveg fullt af allskyns dóti, fötum, bókum, kremum, skóladót, ilmvötnum, nammi, dvd og mörgu öðru, keypti allar jólagjafirnar;-) og labbaði með þetta allt í gegnum tollinn án þess að litið væri á mig;-)
Kom svo heim á sunnudagsmorgun, alveg búin á því , búin að vaka í marga tíma og þar að auki næturflug, reyndi samt að sofa í vélinni, tók rútuna í bæinn, gekk inn á BSÍ, desperat eftir kaffisopa og næstum völt á fótunum vegna þreytu, eins og bytta;-/
hlammaði mér niður við borð með þrjár töskur, og kaffibolla, og skömmu síðar kom Jói og keyrði mig heim, rak mig í bælið með það sama, ég svaf í 3-4 tíma, og tók svo til við að taka upp úr töskum, var fram á kvöld að dudda í því en kláraði það sem betur fer:-)
Já ég gæti haldið endalaust áfram en læt þetta nægja í bili.
Góðar stundir.
Sandra
<< Home