Thursday, May 29, 2025

undanfarnar

 vikur hafa verið nokkuð viðburðaríkar.. 

Laugardaginn 26. apríl fór ég með samstarfsfólkinu í frístundinni í Reykjavík escape sem er svona leikur þar sem liðin eru lokuð inni í mismunandi herbergjum og fá klukkutíma til að leysa þrautir og verkefni og komast út úr herberginu.  Þetta var skemmtilegt og það sem meira er að þetta var í 4 skiptið sem ég fer í þennan leik (alltaf sitthvort herbergið) en hef aldrei getað leyst þrautina innan klukkutíma fyrr en nú og það var mjög gaman að ná því loksins😀. Eftir leikinn fór ég svo í kózýkvöld til Heiðar vinkonu og við pöntuðum okkur pizzu og horfðum á vídjó..

Þriðjudaginn 29. apríl var lokaæfing fyrir tónleikana og við æfðum og tókum rennsli í Hlégarði sem er samkomuhús í Mósó.

Sunndaginn 4. maí var svo komið að tónleikum í Hlégarði og að þessu sinni prófuðum við að hafa annan kór( Álafosskórinn) með okkur og tókst það vel. Tónleikarnir hófust klukkan 18:00 og kórarnir skiptist á að syngja og svo voru nokkur sameiginleg lög.. Það voru rúmlega 60 gestir, góð stemming og var sungið til c.a.19:30, flottir og góðir tónleikar. Jói og mamma komu að horfa og þakka ég þeim fyrir komuna😘

                                                      

Jói átti afmæli 7. maí og kíkti ég til hans í kaffi og kökur eftir vinnu😉

Laugardaginn 10. maí var komið að vorferð kórsins.. Við hittumst um 10 leytið upp á Höfða, 14-15 manns fórum þar í pínulitla rútu og héldum að stað út úr bænum😎.                                               

                                       

Komum fyrst við á Þingborg sem er hannyrðavöruverslun. Þaðan lá leiðin til Hellu þar sem fengum okkur súpu og brauð á  veitingastaðum Kanslaranum, svo fórum við að skoða manngerðu hellana hjá Hellu sem eru merkilegir og mjög gaman að sjá þá. 



Þegar hellaskoðuninni var lokið enduðum við að fara í kaffi og kökur í Auðkúlu sem er mjög sérstakt kúluhús með miklum gróði inni og úti..



Komum aftur í bæinn um klukkan 18:00, glöð og pínu lúin eftir frábæra, fræðandi og vel heppnaða vorferð  í góðra vina hópi og þetta var allt nýtt fyrir mér, hef aldrei komið að þessa staði😃

Föstudaginn 16. maí var vorferðin í vinnunni(skólanum) og var það að þessu sinni einfalt, þægilegt og skemmtilegt partý í bænum. Við hittumst um klukkan 16:00 í Egilshöll, spiluðum keilu með allskonar tilþrifum, fengum svo pizzuhlaðborð og að lokum var farið í karókíherbergi sem er innan af keilusalnum. Það voru margir sem tóku lagið þar á meðal ég sem herti mig upp í einsöng, tók Fjöllin hafa vakað og gekk það ágætlega þó ég hafi skolfið aðeins á beinunum á meðan😉. Flestir fóru svo heim um 20:00 en nokkrir héldu áfram gleðinni á kaffihúsi í bænum.. Skemmtileg og flott samverustund  í góðra vina hópi...


Laugardaginn 17. maí fórum ég og mamma í smá bíltúr yfir Hellisheiði og fengum okkur kaffi og kökur á Rósakaffi í Hveragerði, ágætis kaffihús sem ég mæli með😋. 

Mánudaginn 19. maí var stjórnarfundur hjá kórnum þar sem við vorum að loka vetrinum, gera upp árið og ákveða dagskrá fyrir næsta vetur..

Laugardaginn 24. maí hittumst við Heiður í Smáralind, borðuðum á Fridays og fórum svo að sjá síðustu Mission Impossible myndina, urðum að klára séríuna þar sem höfum séð allar hinar😉. 

Nú er vika eftir af skólanum og svo sumarfrí:-) Við fórum með krakkana í Húsdýragarðinn um daginn sem gekk vel, kíktum á róló og fengum frostpinna, fórum á tónleika hjá skólakórnum og gert fleira skemmtilegt. Það er svo gaman að sjá allar framfarirnar hjá þessum krílum í 1. bekk og allir svo duglegir að bæta sig á ýmsum sviðum😊

Jamm, nóg í bili, eigið góða daga og farið vel með ykkur..