Wednesday, January 22, 2025

Síðasti

 vinnudagur fyrir jólafrí var föstudaginn 20. des. Þann dag var nóg um að vera, litlu jól, vöfflur og kakó, vídjógláp, leiktími  og skondið jólaball þar sem jólasveinar komu í heimsókn í fyrsta skipti(allavega síðan ég byrjaði að vinna þarna). Svo vann ég líka í frístundinni til 16:00, var að vinna af mér daganna milli jóla og nýárs og var orðin frekar lúin þegar ég kom heim😉

Laugardaginn 21. fór ég að syngja með kórnum í Kringlunni. Við sungum frá 20:00 -21:00 og gekk það mjög vel:-)

Aðfangadagur var rólegur, Jói kom um sexleytið í hangiket og meðlæti og var svo að hjálpa mér fram eftir kvöldi að setja upp nýju tölvuna mína.. takk fyrir það minn kæri😘

26. desember komu mamma, Jói, Birgir og Gunnar seinnipartinn í jólamat, hamborgarahrygg og meðlæti og eftir matinn opnuðum við gjafirnar og áttum góða stund fram eftir kvöldi😃. Ég fékk fínustu gjafir, kaffibolla, 4 bækur, dagatal, gjafakort í leikhús og í Kringluna og konfektkassa..


 

 Letidagar dagana á eftir en ég druslaðist þó í gönguferð og í ræktina:-)

Ég, Gunni og mamma fórum til Jóa og strákanna á gamlárskvöld, fengum lambalæri og meðlæti, áttum góða samverustund, horfðum á skaupið, borðuðum snakk og nammi, skutum upp flugeldum, kvöddum gamla árið og fögnuðum því nýja😃


Það var fjölskyldujólaboð hjá Steingerði frænku í Hafnarfriði seinnpartinn laugardaginn 4. jan og þar voru flestir ættingjarnir mættir, en þó voru nokkrir sem ekki komust vegna ýmissa ástæðna.. Við gæddum okkur á hangiketi og meðlæti, ís og ávöxtum og áttum fína samverustund😉

Við mósóbúarnir fórum á bíómyndina: Nosferatu, sunnudaginn 5. jan og ég mæli með þessari flottu og spennandi mynd..

jamm, svona er lífið í sveitinni, eigið góða daga og farið vel með ykkur...